Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar 31. október 2024 23:33 Grein þessi er fyrst og fremst ætluð ungu fólki Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár. Þetta kemur í kjölfari talsverðs usla seinustu ára. Stórir atburðir á heimssviðinu eins og heimsfaraldur, það sem virðist ætla að verða eilíf innrás í Úkraínu og yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu hafa markað tilveruna seinustu 4 árin. Samhliða þessu er ríkiskerfið að bregðast okkur þegar ríkiseignir eru seldar frá okkur og hagræðing og millistjórnendablæti hafa sogað fé út úr því. Ofan á bætast svo samfélagsmiðlar sem eru hannaðir með þeim tilgangi að gera okkur pirruð og þunglynd. Það er því engin furða að mikil gremja hefur ólgað undir yfirborðinu. Ég vil einblína á ungt fólk í þessu samhengi, ég hef nefnilega ágæta innsýn í þeirra heim verandi eitt af þessu unga fólki. Við bregðumst við ástandinu með því að bregðast okkur sjálfum Hvernig birtist þessi gremja hjá ungu fólki? Ég hef skoðað þetta aðeins og sé að okkar vonleysi leysist helst út á tvo neikvæða máta. Fyrst er það gegnum ofbeldi. Við höfum séð það undanfarin misseri að ofbeldi meðal ungmenna er að verða enn meiri vandamál en það var. Þessi þróun er orðin svo slæm að nú nýlega var 17 ára stelpa drepin, vinir hennar alvarlega særðir og 16 ára strákur er nú morðingi. Veltið þessum orðum fyrir ykkur. 17 ára fórnalamb morðs og 16 ára morðingi. Þetta geta ekki verið ummerki heilbrigðs samfélags. Unglinar eru ekki að ráðast á hvort annað með þeim hætti að einhver deyr þegar samfélagi gengur vel og upplifir velsæld. Önnur birtingamynd er framkoma á samfélagsmiðlum. Hvernig við tölum og berum okkur á netinu getur verið ótrúlega ljótt. Hvort sem það er með skítkasti, niðurrifi eða beinlínis hvatningum til sjálfsvígs á þau sem við sjáum sem andstæðinga okkar. Ég hef einstaklega góða innsýn í þessa birtingarmynd gremju því ég sjálfur er sekur um að hafa tekið þátt í þessu þegar ég var yngri, það er mjög auðvelt að réttlæta fyrir sjálfum sér að vera dónalegur og andstyggilegur við einhvern sem maður sér bara sem andlitslausan nasista á netinu. En þetta er samt ekki í lagi. Það er ekkert eðlilegt við það hvernig sumir leyfa sér að tala um aðra á netinu, hvernig við leyfum okkur að niðurlægja og lítillækka aðra bakvið skjöld skjásins. Þetta er þreytt tugga en þú myndir aldrei segja svona hluti auglit til auglits. Þessi framkoma helst í hendur við ofbeldið. Bæði eru ljótar birtingamyndir af reiði og vonleysi sem hefur byrjað að brjótast gegnum sprungur á yfiborðinu. Uppreisn róttækrar bjartsýni Það er erfitt að halda í vonina þegar mótbyrinn er svona mikill. Vandamálin okkar verða ekki leyst með einstaklingsgjörðum því þau eru miklu stærri en það. Engu að síður getum við tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp, að leyfa okkur ekki að detta í grafir vonleysisins og að koma fram við aðra af virðingu og væntumþykju fyrir náunganum. Við þurfum að tileinka okkur bjartsýni sem róttæka gjörð uppreisnar. Við þurfum að vona og trúa á að betri valkostur sé í boði fyrir okkur. Til þess vil ég gefa ungu fólki nokkur ráð sem gætu hjálpað til við að halda í bjartsýnina. ·Hafðu væntumþykju og virðingu að leiðarljósi. ·Finndu út hvað skiptir þig máli og reyndu að sjá hvort þú getir á einhvern hátt hjálpað til við þau mál. Ég mæli persónulega með að taka þátt í félaga- eða flokkastarfi ef þú hefur aldur til, það er mjög gefandi að koma saman með fleiri einstaklingum með sameiginleg markmið. Gerir mikið fyrir bjartsýnina. ·Hafðu lítil persónuleg markmið utan stóru málanna sem þú getur klárað og verið stolt/ur af. ·Passaðu upp á að sinna áhugamálunum þínum. ·Talaðu við fólk í raunheimum. Þessi ráð munu ekki leysa öll vandamál, en með þeim er hægt að beisla róttæka bjartsýni sem verkfæri til framfara. Verum góð hvort við annað og höldum í vonina. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er fyrst og fremst ætluð ungu fólki Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár. Þetta kemur í kjölfari talsverðs usla seinustu ára. Stórir atburðir á heimssviðinu eins og heimsfaraldur, það sem virðist ætla að verða eilíf innrás í Úkraínu og yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu hafa markað tilveruna seinustu 4 árin. Samhliða þessu er ríkiskerfið að bregðast okkur þegar ríkiseignir eru seldar frá okkur og hagræðing og millistjórnendablæti hafa sogað fé út úr því. Ofan á bætast svo samfélagsmiðlar sem eru hannaðir með þeim tilgangi að gera okkur pirruð og þunglynd. Það er því engin furða að mikil gremja hefur ólgað undir yfirborðinu. Ég vil einblína á ungt fólk í þessu samhengi, ég hef nefnilega ágæta innsýn í þeirra heim verandi eitt af þessu unga fólki. Við bregðumst við ástandinu með því að bregðast okkur sjálfum Hvernig birtist þessi gremja hjá ungu fólki? Ég hef skoðað þetta aðeins og sé að okkar vonleysi leysist helst út á tvo neikvæða máta. Fyrst er það gegnum ofbeldi. Við höfum séð það undanfarin misseri að ofbeldi meðal ungmenna er að verða enn meiri vandamál en það var. Þessi þróun er orðin svo slæm að nú nýlega var 17 ára stelpa drepin, vinir hennar alvarlega særðir og 16 ára strákur er nú morðingi. Veltið þessum orðum fyrir ykkur. 17 ára fórnalamb morðs og 16 ára morðingi. Þetta geta ekki verið ummerki heilbrigðs samfélags. Unglinar eru ekki að ráðast á hvort annað með þeim hætti að einhver deyr þegar samfélagi gengur vel og upplifir velsæld. Önnur birtingamynd er framkoma á samfélagsmiðlum. Hvernig við tölum og berum okkur á netinu getur verið ótrúlega ljótt. Hvort sem það er með skítkasti, niðurrifi eða beinlínis hvatningum til sjálfsvígs á þau sem við sjáum sem andstæðinga okkar. Ég hef einstaklega góða innsýn í þessa birtingarmynd gremju því ég sjálfur er sekur um að hafa tekið þátt í þessu þegar ég var yngri, það er mjög auðvelt að réttlæta fyrir sjálfum sér að vera dónalegur og andstyggilegur við einhvern sem maður sér bara sem andlitslausan nasista á netinu. En þetta er samt ekki í lagi. Það er ekkert eðlilegt við það hvernig sumir leyfa sér að tala um aðra á netinu, hvernig við leyfum okkur að niðurlægja og lítillækka aðra bakvið skjöld skjásins. Þetta er þreytt tugga en þú myndir aldrei segja svona hluti auglit til auglits. Þessi framkoma helst í hendur við ofbeldið. Bæði eru ljótar birtingamyndir af reiði og vonleysi sem hefur byrjað að brjótast gegnum sprungur á yfiborðinu. Uppreisn róttækrar bjartsýni Það er erfitt að halda í vonina þegar mótbyrinn er svona mikill. Vandamálin okkar verða ekki leyst með einstaklingsgjörðum því þau eru miklu stærri en það. Engu að síður getum við tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp, að leyfa okkur ekki að detta í grafir vonleysisins og að koma fram við aðra af virðingu og væntumþykju fyrir náunganum. Við þurfum að tileinka okkur bjartsýni sem róttæka gjörð uppreisnar. Við þurfum að vona og trúa á að betri valkostur sé í boði fyrir okkur. Til þess vil ég gefa ungu fólki nokkur ráð sem gætu hjálpað til við að halda í bjartsýnina. ·Hafðu væntumþykju og virðingu að leiðarljósi. ·Finndu út hvað skiptir þig máli og reyndu að sjá hvort þú getir á einhvern hátt hjálpað til við þau mál. Ég mæli persónulega með að taka þátt í félaga- eða flokkastarfi ef þú hefur aldur til, það er mjög gefandi að koma saman með fleiri einstaklingum með sameiginleg markmið. Gerir mikið fyrir bjartsýnina. ·Hafðu lítil persónuleg markmið utan stóru málanna sem þú getur klárað og verið stolt/ur af. ·Passaðu upp á að sinna áhugamálunum þínum. ·Talaðu við fólk í raunheimum. Þessi ráð munu ekki leysa öll vandamál, en með þeim er hægt að beisla róttæka bjartsýni sem verkfæri til framfara. Verum góð hvort við annað og höldum í vonina. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun