Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Í Heimildinni á dögunum segir Hallgrímur reyndar sjálfur að hann sé ekki góður í að ræða efnahagsmál hverskonar. En hann segir í sama viðtali að hann hafi meiri skilning og sé jafnvel mjög góður í að ræða réttlæti. Gott og vel. „Hættur af öðrum menningarheimum“ Það var svo á föstudagskvöld sem Hallgrímur hringaði sig á sófann í spjallþætti Gísla Marteins á RÚV og sagði glaðhlakkalega að forsætisráðherra „gæti bara ekki talað svona!“. Rithöfundurinn var þar að vísa í viðtal sem forsætisráðherra hafði farið í nokkrum dögum áður í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. En hvað var það í viðtalinu sem forsætisráðherra mátti ekki segja, að mati Hallgríms? Í innblásnum mónólóg rithöfundarins í appelsínugula sófanum var Bjarna Benediktssyni meðal annars gert að sök að tala um hættur af öðrum menningarheimum. Skoðum það nánar. Í viðtalinu ræðir Bjarni um kostnaðinn af verndarkerfinu sem fór í fyrra yfir 20 milljarða. Bjarni nefnir í því kostnaðarsamhengi að innviðir okkar ráði ekki við svo mikinn fjölda umsókna og þá sér í lagi frá fólki sem kemur úr öðrum menningarheimi, með erfiðari menningarlega aðlögun með erfiðari tungumál sem einfaldlega kallar á umfangsmeiri lausnir. Síðar í viðtalinu nefnir forsætisráðherra svo vissulega að slysin séu til að varast þau til að halda í þau gildi sem hafa gert Norðurlöndin að mestu mannréttindasamfélögum í heimi. Hann nefnir dapurleg dæmi um að börn hafi neitað að taka í höndina á kvenkyns kennara. Dæmi sem undirrituð giskar á að velflestum Íslendingum finnist þess virði að vera vakandi gagnvart, líka eflaust Hallgrími Helgasyni, og undirstrikar einmitt mikilvægi þess að vanda til verka í þessum málum. Hallgrímur nefndi enda í engu þetta samhengi í orðum Bjarna heldur gefur honum þvert á móti að sök að tala ekki af virðingu um fólk sem kemur hingað til að starfa við að byggja hús. Í viðtalinu er af og frá að forsætisráðherra hafi gerst sekur um nokkuð slíkt heldur segir hann þvert á móti að sú fólksfjölgun sem stafi af ásókn í slík störf, mestmegnis af EES svæðinu, hafi ekki skapað mikil vandamál. Í sófanum varpaði Hallgrímur einnig fram spurningu nokkuð kotroskinn um hvort fólk þyrfti að vera hrætt við mat frá öðrum menningarheimum. Svarið við því er auðvitað nei og út í hött að smætta og afbaka þessa umræðu á þennan hátt. Aftur á móti stafar hætta af því að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart þeim áskorunum, til að mynda í skólakerfinu, sem fylgja því að fólki sem býr hér á landi hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarin ár langt umfram aðrar Evrópuþjóðir. Hallgrími væri ef til vill nær að beina sínum rómaða orðaflaumi í að ræða þessi mál málefnalega og/eða uppbyggilega. Í lok sófaræðunnar klykkti Hallgrímur svo út með að segja hátt og snjallt að það sé ekkert „útlendingavandamál“ til staðar á Íslandi og eina „útlendingavandamálið“ sé bara hjá þessum „pólitíkusum með einhver ömurleg komment eins og þessi“. Í ljósi þessara lokaorða er rétt að nefna að Bjarni talaði aldrei um útlendingavandamál. Það liggur fyrir að frá orði til orðs sagði Bjarni í raun ekkert af því sem heiftúðugur Hallgrímur í sófanum brigslaði honum um að segja. Í besta falli var þarna um að ræða verulega afbakaða túlkun Hallgríms og hans hugarheims á orðum forsætisráðherrans. Réttlætiskennd Í blaðaviðtali nokkrum árum eftir mótmæli Hallgríms gegn Geir Haarde sagðist rithöfundurinn hafa fengið sína pólitísku fullnægingu þegar hann barði bílinn. Hvort sófastund liðinnar viku hafi veitt rithöfundinum viðlíka unað veit ég ekki en hún vekur upp spurningar um réttlætið sem Hallgrímur segist sjálfur vera svo góður í. Í því samhengi er réttmætt að spyrja réttlætissérfræðinga landsins, rithöfundinn og aðra; Eru ýkjur og bjögun á staðreyndum nátengdar lygum? Skiptir sannleikur máli í lýðræðislegri umræðu og geta falsfréttir og lygar grafið undan lýðræðinu? Skiptir lýðræði máli til að stuðla að réttlæti? Eða þegar öllu er á botninn hvolft, er hægt að tala um réttlæti ef sannleikurinn er aukaatriði í þeirri umræðu? Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Í Heimildinni á dögunum segir Hallgrímur reyndar sjálfur að hann sé ekki góður í að ræða efnahagsmál hverskonar. En hann segir í sama viðtali að hann hafi meiri skilning og sé jafnvel mjög góður í að ræða réttlæti. Gott og vel. „Hættur af öðrum menningarheimum“ Það var svo á föstudagskvöld sem Hallgrímur hringaði sig á sófann í spjallþætti Gísla Marteins á RÚV og sagði glaðhlakkalega að forsætisráðherra „gæti bara ekki talað svona!“. Rithöfundurinn var þar að vísa í viðtal sem forsætisráðherra hafði farið í nokkrum dögum áður í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. En hvað var það í viðtalinu sem forsætisráðherra mátti ekki segja, að mati Hallgríms? Í innblásnum mónólóg rithöfundarins í appelsínugula sófanum var Bjarna Benediktssyni meðal annars gert að sök að tala um hættur af öðrum menningarheimum. Skoðum það nánar. Í viðtalinu ræðir Bjarni um kostnaðinn af verndarkerfinu sem fór í fyrra yfir 20 milljarða. Bjarni nefnir í því kostnaðarsamhengi að innviðir okkar ráði ekki við svo mikinn fjölda umsókna og þá sér í lagi frá fólki sem kemur úr öðrum menningarheimi, með erfiðari menningarlega aðlögun með erfiðari tungumál sem einfaldlega kallar á umfangsmeiri lausnir. Síðar í viðtalinu nefnir forsætisráðherra svo vissulega að slysin séu til að varast þau til að halda í þau gildi sem hafa gert Norðurlöndin að mestu mannréttindasamfélögum í heimi. Hann nefnir dapurleg dæmi um að börn hafi neitað að taka í höndina á kvenkyns kennara. Dæmi sem undirrituð giskar á að velflestum Íslendingum finnist þess virði að vera vakandi gagnvart, líka eflaust Hallgrími Helgasyni, og undirstrikar einmitt mikilvægi þess að vanda til verka í þessum málum. Hallgrímur nefndi enda í engu þetta samhengi í orðum Bjarna heldur gefur honum þvert á móti að sök að tala ekki af virðingu um fólk sem kemur hingað til að starfa við að byggja hús. Í viðtalinu er af og frá að forsætisráðherra hafi gerst sekur um nokkuð slíkt heldur segir hann þvert á móti að sú fólksfjölgun sem stafi af ásókn í slík störf, mestmegnis af EES svæðinu, hafi ekki skapað mikil vandamál. Í sófanum varpaði Hallgrímur einnig fram spurningu nokkuð kotroskinn um hvort fólk þyrfti að vera hrætt við mat frá öðrum menningarheimum. Svarið við því er auðvitað nei og út í hött að smætta og afbaka þessa umræðu á þennan hátt. Aftur á móti stafar hætta af því að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart þeim áskorunum, til að mynda í skólakerfinu, sem fylgja því að fólki sem býr hér á landi hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarin ár langt umfram aðrar Evrópuþjóðir. Hallgrími væri ef til vill nær að beina sínum rómaða orðaflaumi í að ræða þessi mál málefnalega og/eða uppbyggilega. Í lok sófaræðunnar klykkti Hallgrímur svo út með að segja hátt og snjallt að það sé ekkert „útlendingavandamál“ til staðar á Íslandi og eina „útlendingavandamálið“ sé bara hjá þessum „pólitíkusum með einhver ömurleg komment eins og þessi“. Í ljósi þessara lokaorða er rétt að nefna að Bjarni talaði aldrei um útlendingavandamál. Það liggur fyrir að frá orði til orðs sagði Bjarni í raun ekkert af því sem heiftúðugur Hallgrímur í sófanum brigslaði honum um að segja. Í besta falli var þarna um að ræða verulega afbakaða túlkun Hallgríms og hans hugarheims á orðum forsætisráðherrans. Réttlætiskennd Í blaðaviðtali nokkrum árum eftir mótmæli Hallgríms gegn Geir Haarde sagðist rithöfundurinn hafa fengið sína pólitísku fullnægingu þegar hann barði bílinn. Hvort sófastund liðinnar viku hafi veitt rithöfundinum viðlíka unað veit ég ekki en hún vekur upp spurningar um réttlætið sem Hallgrímur segist sjálfur vera svo góður í. Í því samhengi er réttmætt að spyrja réttlætissérfræðinga landsins, rithöfundinn og aðra; Eru ýkjur og bjögun á staðreyndum nátengdar lygum? Skiptir sannleikur máli í lýðræðislegri umræðu og geta falsfréttir og lygar grafið undan lýðræðinu? Skiptir lýðræði máli til að stuðla að réttlæti? Eða þegar öllu er á botninn hvolft, er hægt að tala um réttlæti ef sannleikurinn er aukaatriði í þeirri umræðu? Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar