Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 15:47 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Nemonov Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að þessu aukna samstarfi væri ætlað að stuðla að friði, bæði á heimaslóðum þessara ríkja og á heimsvísu, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ráðherrann sagði að verið væri að undirbúa samkomulagið og líklega yrði skrifað undir það í náinni framtíð. Fregnir hafa borist af því að Masoud Pezeshkian, forseti Íran, stefni á að ferðast til Rússlands fyrir árslok. Sjá einnig: Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa þeir fengið mikið magn hergagna frá Íran og þá aðallega Shahed-sjálfsprengidróna. Íranar hafa einnig verið sakaðir um að senda skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem hafa verið notaðar í Úkraínu. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en samskipti Rússlands við bæði Norður-Kóreu og Íran hafa aukist á undanförnum árum. Öll ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum af Vesturlöndum í gegnum árin vegna eldflaugaáætlana og kjarnorkuþróunar og í tilfelli bæði Norður-Kóreu og Íran af Rússlandi einnig. Kim er sagður hafa sent rúmlega tíu þúsund hermenn til Rússlands en fregnir hafa borist af því að þeim sé ætlað að aðstoða Rússa við innrásina í Úkraínu og við að hrekja úkraínska hermenn frá Kúrsk-héraði í Rússlandi.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Norður-Kórea Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira