Matráður segir upp á Mánagarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 11:40 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna. Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu. Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti frá leikskólastjóranum á Mánagarði til foreldra. Þar segir að sérstakur stýrihópur sóttvarnalæknis hafi ákveðið í dag að leikskólinn yrði lokaður út þessa viku. „Standa vonir til að hægt verði að opna að nýju á þriðjudag í næstu viku en stýrihópurinn mun funda aftur eftir helgi þar sem ný ákvörðun verður tekin. Meðan á lokuninni stendur verður aðgerðum síðustu daga og viku framhaldið á Mánagarði. Lokið hefur verið við afar ítarlega og umfangsmikla sótthreinsun á húsnæðinu sem framkvæmd var af fagaðilum.“ Vinna haldi áfram við heildstæða endurskoðun á öllum verkferlum innan leikskólans með þar til bærum sérfræðingum en sú vinna snúi meðal annars að hreinlæti, meðhöndlun matvæla, aðstöðu, tækjabúnaði og geymslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi matráður leikskólans látið af störfum að eigin ósk. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs sagði á dögunum að á meðan málið væri til rannsóknar yrði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ sagði Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mat sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. Alls hafa 45 börn smitast af E.coli veirunni frá því í síðustu viku. Ellefu liggja inni á Landspítalanum þar af fjögur á gjörgæslu.
Leikskólar Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira