Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir Landspítalann hafa haft sjö mánuði til að bregðast við launamuninum en hafi ekki gert það. Vísir/Sigurjón Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála vegna þess að forstöðuhjúkrunarfræðingar á tveimur sviðum Landspítalans fá greidd um 150 þúsund krónum lægri laun en forstöðulæknar á sömu sviðu. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira