Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. október 2024 21:02 Útsýnið af svölum Erlu Maríu Huttunen kennara á Spáni eftir hamfaraflóð í gærkvöld. Aðsend Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 95 hið minnsta eru látin og fjölmargra er enn leitað í Valensía-héraði eftir hamfaraflóð sem gekk yfir í gærkvöld. Filippus sjötti Spánarkonungur sagði fyrr í dag að eyðileggingin væri mikil og að hugur hans væri hjá þeim sem misst hafi nákomna í hamförunum. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg. Sást síðast við bílakjallarann „Við vorum búin að sjá einhver skilaboð og þá áttuðum við á okkur að þetta væri bara rétt hjá okkur og sáum þvílíkt mikið af vatni. Svo nokkrum mínútum seinna er þetta vatn að koma hingað. Innan við klukkutíma er þetta komið upp að hnjám.“ Þetta segir Erla María Huttunen kennari sem býr ásamt fjölskyldu sinni á því svæði sem fór hvað verst úr flóðunum. Hún tekur fram að þau fengu rafmagnið aftur á klukkan 13:00 í dag en bætir við að þau séu búin að vera vatnslaus síðan í gærkvöldi. Hún segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast við bílakjallara byggingarinnar í gær. „Því miður. Við höldum því miður það versta. Maðurinn minn og aðrir nágrannar sem voru með honum í gærkvöldi þegar þau byrjuðu að loka fyrir bílskúrinn og innganginn að blokkinni. Þeir opnuðu fyrir hlera í gólfinu ofan í bílakjallaranum. Þá var hann þar með þeim og svo bara fóru allir heim en hann sagðist ætla vera eftir en hann var ekki alveg hvað hann ætlaði að gera. Við vitum ekki meir.“ Öðrum nágranna bjargað með lökum og sængurveri Þá hafi allt verið á floti á jarðhæðinni. „Það eru nágrannar á jarðhæðinni sjálfri. Það þurfti að bjarga einni konu þar, því að vatnið var farið að ná það hátt. Hún komst ekki neitt og eina leiðin var að nágrannar sem bjuggu fyrir ofan hana á fyrstu hæðinni gátu hent til hennar einhverjum lökum eða sængurveri eða eitthvað og hún náði að komast upp þannig.“ Bílarnir gjörónýtir eftir flóðið Báðir bílar Erlu og eiginmanns hennar eru gjörónýtir. „Við vorum með einn bíl í bílakjallaranum sem er örugglega ekki mikið eftir af. Síðan erum við með annan lítinn sem að eiginmaður minn lagði hérna í næstu götu þegar hann kom heim í gær. Við héldum að við myndum alrdei finna hann. Hann var síðan á svipuðum stað en gluggarnir voru komnir niður og hann var rennandi blautur og drullugur.“ Í gær hafi bílar í götunni farið á flot og safnast saman hver ofan á öðrum. „Það sem að ég sé eru bara bílar ofan á bílum og bílar á hvolfi. Tré hér og þar, tré ofan á bílum, tré undir bílum. Ég er að horfa núna, það er bara einn, tveir, þrír, fjórir, fimm sex, það eru allavega þrjátíu bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér.“ Ástandið súrrealískt Snædís Logadóttir dýralæknanemi sem býr í um tuttugu mínútna fjarlægð frá miðbæ Valensía segir ástandið súrrealískt. „Á milli sjö og átta koma tilkynningar á hópspjallið okkar í bekknum þá er verið að senda endalaust af myndskeiðum af smábæjunum hérna í kring og hérna fyrir neðan, þar sem það var stórtjón og flóð út um allt og alveg hræðilegt að horfa á þetta. Brýr að fara í sundur og rosa mikið frá dýraathvörfum sem voru að kalla eftir hjálp.“ Viðvaranir hrönnuðust í síma Snædísar í nótt, sem hún segir hafa verið ógnvekjandi. Lestarkerfið sé í lamasessi og flest allir staðir lokaðir. „Manni líður einhvern veginn eins og maður sé í draumi og mér líður í rauninni meira í dag eins og ég eigi að undirbúa mig fyrir eitthvað hræðilegt. Kærasti minn hann æfir körfubolta þar sem að mesta tjónið að mér sýnist varð, mjög undarlegt að sjá þeta allt á floti. Hann var að fá endalaust af skilaboðum frá körfuboltaliðinu. Það er allt að flæða og lítur ekki út fyrir að við séum að fara vera hér á næstunni.“ Minnir á tíma heimsfaraldursins Hún segir ástandið í bænum hennar í dag minna mikið á tíma kórónuveirufaraldursins. „Það er mjög undarleg stemmning yfir öllum. Maður finnur að það liggur ákveðinn þungi yfir bænum í dag. Það eru allir mjög rólegir og yfirvegaðir og í svolitlu áfalli held ég. Um sjö í morgun kom tilkynning þar sem fólk var beðið um að halda sig heima. Yfirvöld í Valensía gáfu út að allt yrði lagt niður í dag, það yrði engin skólastarfsemi í dag. Eins og er er fólk að fara í matvörubúðir og hamstra vatn til öryggis og byrgja sig inni. Pínu Covid-stemmning yfir þessu öllu saman.“ @vickyciliberto5 Asi esta un Mercadona en Valencia capital ahora mismo 😱 #valencia #inundaciones #mercadona #super ♬ 321GO - The Mondays & LiTTiE Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
95 hið minnsta eru látin og fjölmargra er enn leitað í Valensía-héraði eftir hamfaraflóð sem gekk yfir í gærkvöld. Filippus sjötti Spánarkonungur sagði fyrr í dag að eyðileggingin væri mikil og að hugur hans væri hjá þeim sem misst hafi nákomna í hamförunum. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg. Sást síðast við bílakjallarann „Við vorum búin að sjá einhver skilaboð og þá áttuðum við á okkur að þetta væri bara rétt hjá okkur og sáum þvílíkt mikið af vatni. Svo nokkrum mínútum seinna er þetta vatn að koma hingað. Innan við klukkutíma er þetta komið upp að hnjám.“ Þetta segir Erla María Huttunen kennari sem býr ásamt fjölskyldu sinni á því svæði sem fór hvað verst úr flóðunum. Hún tekur fram að þau fengu rafmagnið aftur á klukkan 13:00 í dag en bætir við að þau séu búin að vera vatnslaus síðan í gærkvöldi. Hún segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast við bílakjallara byggingarinnar í gær. „Því miður. Við höldum því miður það versta. Maðurinn minn og aðrir nágrannar sem voru með honum í gærkvöldi þegar þau byrjuðu að loka fyrir bílskúrinn og innganginn að blokkinni. Þeir opnuðu fyrir hlera í gólfinu ofan í bílakjallaranum. Þá var hann þar með þeim og svo bara fóru allir heim en hann sagðist ætla vera eftir en hann var ekki alveg hvað hann ætlaði að gera. Við vitum ekki meir.“ Öðrum nágranna bjargað með lökum og sængurveri Þá hafi allt verið á floti á jarðhæðinni. „Það eru nágrannar á jarðhæðinni sjálfri. Það þurfti að bjarga einni konu þar, því að vatnið var farið að ná það hátt. Hún komst ekki neitt og eina leiðin var að nágrannar sem bjuggu fyrir ofan hana á fyrstu hæðinni gátu hent til hennar einhverjum lökum eða sængurveri eða eitthvað og hún náði að komast upp þannig.“ Bílarnir gjörónýtir eftir flóðið Báðir bílar Erlu og eiginmanns hennar eru gjörónýtir. „Við vorum með einn bíl í bílakjallaranum sem er örugglega ekki mikið eftir af. Síðan erum við með annan lítinn sem að eiginmaður minn lagði hérna í næstu götu þegar hann kom heim í gær. Við héldum að við myndum alrdei finna hann. Hann var síðan á svipuðum stað en gluggarnir voru komnir niður og hann var rennandi blautur og drullugur.“ Í gær hafi bílar í götunni farið á flot og safnast saman hver ofan á öðrum. „Það sem að ég sé eru bara bílar ofan á bílum og bílar á hvolfi. Tré hér og þar, tré ofan á bílum, tré undir bílum. Ég er að horfa núna, það er bara einn, tveir, þrír, fjórir, fimm sex, það eru allavega þrjátíu bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér.“ Ástandið súrrealískt Snædís Logadóttir dýralæknanemi sem býr í um tuttugu mínútna fjarlægð frá miðbæ Valensía segir ástandið súrrealískt. „Á milli sjö og átta koma tilkynningar á hópspjallið okkar í bekknum þá er verið að senda endalaust af myndskeiðum af smábæjunum hérna í kring og hérna fyrir neðan, þar sem það var stórtjón og flóð út um allt og alveg hræðilegt að horfa á þetta. Brýr að fara í sundur og rosa mikið frá dýraathvörfum sem voru að kalla eftir hjálp.“ Viðvaranir hrönnuðust í síma Snædísar í nótt, sem hún segir hafa verið ógnvekjandi. Lestarkerfið sé í lamasessi og flest allir staðir lokaðir. „Manni líður einhvern veginn eins og maður sé í draumi og mér líður í rauninni meira í dag eins og ég eigi að undirbúa mig fyrir eitthvað hræðilegt. Kærasti minn hann æfir körfubolta þar sem að mesta tjónið að mér sýnist varð, mjög undarlegt að sjá þeta allt á floti. Hann var að fá endalaust af skilaboðum frá körfuboltaliðinu. Það er allt að flæða og lítur ekki út fyrir að við séum að fara vera hér á næstunni.“ Minnir á tíma heimsfaraldursins Hún segir ástandið í bænum hennar í dag minna mikið á tíma kórónuveirufaraldursins. „Það er mjög undarleg stemmning yfir öllum. Maður finnur að það liggur ákveðinn þungi yfir bænum í dag. Það eru allir mjög rólegir og yfirvegaðir og í svolitlu áfalli held ég. Um sjö í morgun kom tilkynning þar sem fólk var beðið um að halda sig heima. Yfirvöld í Valensía gáfu út að allt yrði lagt niður í dag, það yrði engin skólastarfsemi í dag. Eins og er er fólk að fara í matvörubúðir og hamstra vatn til öryggis og byrgja sig inni. Pínu Covid-stemmning yfir þessu öllu saman.“ @vickyciliberto5 Asi esta un Mercadona en Valencia capital ahora mismo 😱 #valencia #inundaciones #mercadona #super ♬ 321GO - The Mondays & LiTTiE
Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira