Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar 29. október 2024 14:16 Orkusparandi aðferðir og endurhæfing Þreyta er algengasta aukaverkun krabbameinsmeðferða og jafnframt sú sem er erfiðast að eiga við. Ástæða þreytunnar getur verið meinið sjálft, lyf, geislar eða aðgerðir í kjölfar greiningar, streita og kvíði tengd ferlinu og yfirleitt allt í bland. Í meðferðinni lýsir fólk líkamlegri, andlegri og félagslegri þreytu sem það hefur aldrei upplifað áður. Hún hverfur ekki með því að sofa og athafnir daglegs lífs sem áður voru einfaldar og sjálfsagðar verða erfiðar, jafnvel óyfirstíganlegar. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í daglegu lífi, gegna lykilhlutverki í endurhæfingu og geta verið fólki innan handar með að takast á við þessa þreytu. Með stuðningi iðjuþjálfa getur fólk fengið yfirsýn yfir daglegar athafnir sínar og vanamynstur og borið kennsl á leiðir til að nýta orkuna sem best. Skeiðakenningin og iðjuhjólið Skeiðakenningin gagnast í allri endurhæfingu og var leið Christine Miserandino til að útskýra hvers vegna hún gæti ekki gert allt sem hana langaði þó að hún liti ekki út fyrir að vera veik. Samkvæmt kenningunni kostar allt sem við gerum skeið, að bursta tennurnar, fara í föt, hitta vini, lesa eða horfa á bíómynd. Heilbrigðir einstaklingar þurfa alla jafnan ekki að hugsa um skeiðarnar því þær endurnýjast á hverri nóttu, nánast sama hvað hefur gengið á um daginn. Í endurhæfingu eru skeiðarnar hins vegar takmarkaðar og það verður að fara vel með þær. Ef fleiri skeiðar eru notaðar daglega en innistæða er fyrir fækkar skeiðum næsta dags. Þetta er sambærilegt og fara ekki of hratt af stað eftir flensu. Veikindi, hiti, hósti og nefrennsli, fækka skeiðum, orkan er minni, en heilinn heldur áfram á sama hraða og áður. Heilinn heldur að skeiðarnar séu aftur orðnar ótakmarkaðar um leið og heilsan er aðeins betri og fólki slær niður. Í krabbameinsmeðferð er því eins farið nema hvað flensan er margföld og varir lengur, vikur, mánuði eða ár. Ef fólk í endurhæfingu vegna krabbameins heldur áfram að gera allt sem það var vant að gera fyrir veikindin lendir það aftur og aftur og aftur í að klára skeiðar dagsins, morgundagsins og næstu daga þar til það vaknar og á ekki skeið til að komast framúr. Iðjuþjálfar hjálpa fólki við að læra leiðir til að takast á við breyttar aðstæður. Komast að því í hvað skeiðarnar fara, aðlaga rútínur og finna jafnvægi í athöfnum daglegs lífs. Þegar orkan er takmörkuð skiptir ekki aðeins máli að gera greinarmun á því sem þarf að gera og hvað er raunhæft heldur einnig að þau verkefni sem fólk ákveður að sinna hafi gildi. Þá nota iðjuþjálfar í Ljósinu og annars staðar gjarnan Iðjuhjólið til að fá yfirsýn yfir klukkustundir sólarhringsins. Er jafnvægi á milli þess að hvíla sig, sinna eigin þörfum og hlutverkum í lífinu eða er álagið of mikið? Venjur, vanamynstur og orkan Manneskjur hafa allar mismunandi hlutverk, þær sinna eigin þörfum og oft annarra, og dagarnir líða hver á fætur öðrum án þess að miklar breytingar verði á rútínunni. Við erum öll að gera alls konar hluti á hverjum degi án þess að hugsa um það, ósjálfráðar og ómeðvitaðar athafnir sem við erum löngu hætt að hugsa um. Við klæðum okkur í buxur án þess að hika og velta fyrir okkur í hvora skálmina við eigum að fara fyrst. Við keyrum bíl án þess að hugsa um kúplinguna, notum hnífapör, deyfðarskrunum á samfélagsmiðlum og burstum tennurnar með hægri hendinni án þess að hugsa um það. Við venjulegar aðstæður þurfum við þess ekki. Í krabbameinsmeðferð getur allt sem við gerum algerlega ómeðvitað, og er sannarlega orkusparandi og jákvætt undir venjulegum kringumstæðum, klárað allar skeiðar dagsins. Jafnvel áður en dagurinn er almennilega byrjaður. Í samali við iðjuþjálfa geta einstaklingar kortlagt daglega lífið og endurmetið ósjálfráða hegðun, vanamynstur og venjur. Það má jafnframt ekki gleyma að skeiðarnar eru ekki aðeins líkamlegar heldur einnig andlegar og félagslegar. Það eru til skeiðasugur, verkefni, umhverfi eða fólk sem sogar skeiðarnar til sín án þess að við fáum neinu um það ráðið. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að vera meðvituð um það sem er að gerast og sýna sér mildi. Sumar skeiðasugur eru nefnilega nauðsynlegar, til dæmis læknaheimsóknir, en væri í lagi að sleppa húsfundinum? Hvað tekur deyfðarskrun á samfélagsmiðlum margar skeiðar? Hvað kostar margar skeiðar að horfa á fréttir? Meðvitað val eða vanamynstur? Iðjuþjálfar kenna fólki að þekkja sín takmörk, forgangsraða, búta verkefni niður í viðráðanlegar einingar, biðja um aðstoð og síðast en ekki síst komast að því hvað skiptir máli. Það er ekki öll dagleg iðja jafnmerkileg en það getur enginn fullyrt að eitthvað eitt sé merkilegra eða nauðsynlegra en annað. Ef einstaklingur veltir fyrir sér hvers vegna hann gerir það sem hann gerir, hvaða persónulegu ástæður liggja að baki, getur hann sjálfur valið að halda áfram eða ekki. Hvers vegna þarf til dæmis að strauja þvott? Er það vegna þess að það er þægilegra að fara í straujuð föt eða vegna þess að mamma og amma straujuðu allt (hvort sem það var til sótthreinsunar eða til að allt passaði í skápinn eða kistilinn) og þannig á að ganga frá þvottinum? Það eru ekki mamma og amma sem velja að nota skeið í að strauja. Það eru ekki þær sem eiga takmarkaðar skeiðar. Manneskjan sem er er meðvituð um skeiðarnar sínar verður sjálf að velja í hvað þær fara í samræmi við eigin gildi og sannfæringu. Andlegur, líkamlegur og félagslegur skeiðasparnaður Það eru ótal leiðir færar í skeiðasparnaði sem iðjuþjálfi getur stutt fólk við að finna því það getur reynst erfitt að hugsa út fyrir sjálfvirka (og fyrrum orkusparandi) vanamynstrið. Að tannbursta sig sitjandi, að hafa öll föt dagsins tilbúin á sama stað, „nýta ferðirnar“ innan- og utanhúss og nota skó sem þarf ekki að reima. Hafa það sem er mest notað í eldhúsinu á aðgengilegustu stöðunum (jafnvel sleppa því að ganga frá þeim upp í skáp) eða nota baðsloppinn til að þurrka sér í staðinn fyrir að nudda handklæðinu um allan líkamann (það er þess vegna sem sloppar eru úr handklæðaefni, ekki vegna þess að frotte er í tísku). Það getur verið erfitt að fylgjast með skeiðum sem fara í hugsanir og samskipti en það getur verið vel þess virði að hafa augun opin. Að ganga á skeiðar næsta dags er eins og að taka smálán á okurvöxtum, það verður að borga lánið tilbaka og vextirnir réttlæta aldrei lánið. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar síðastliðinn 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Orkusparandi aðferðir og endurhæfing Þreyta er algengasta aukaverkun krabbameinsmeðferða og jafnframt sú sem er erfiðast að eiga við. Ástæða þreytunnar getur verið meinið sjálft, lyf, geislar eða aðgerðir í kjölfar greiningar, streita og kvíði tengd ferlinu og yfirleitt allt í bland. Í meðferðinni lýsir fólk líkamlegri, andlegri og félagslegri þreytu sem það hefur aldrei upplifað áður. Hún hverfur ekki með því að sofa og athafnir daglegs lífs sem áður voru einfaldar og sjálfsagðar verða erfiðar, jafnvel óyfirstíganlegar. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í daglegu lífi, gegna lykilhlutverki í endurhæfingu og geta verið fólki innan handar með að takast á við þessa þreytu. Með stuðningi iðjuþjálfa getur fólk fengið yfirsýn yfir daglegar athafnir sínar og vanamynstur og borið kennsl á leiðir til að nýta orkuna sem best. Skeiðakenningin og iðjuhjólið Skeiðakenningin gagnast í allri endurhæfingu og var leið Christine Miserandino til að útskýra hvers vegna hún gæti ekki gert allt sem hana langaði þó að hún liti ekki út fyrir að vera veik. Samkvæmt kenningunni kostar allt sem við gerum skeið, að bursta tennurnar, fara í föt, hitta vini, lesa eða horfa á bíómynd. Heilbrigðir einstaklingar þurfa alla jafnan ekki að hugsa um skeiðarnar því þær endurnýjast á hverri nóttu, nánast sama hvað hefur gengið á um daginn. Í endurhæfingu eru skeiðarnar hins vegar takmarkaðar og það verður að fara vel með þær. Ef fleiri skeiðar eru notaðar daglega en innistæða er fyrir fækkar skeiðum næsta dags. Þetta er sambærilegt og fara ekki of hratt af stað eftir flensu. Veikindi, hiti, hósti og nefrennsli, fækka skeiðum, orkan er minni, en heilinn heldur áfram á sama hraða og áður. Heilinn heldur að skeiðarnar séu aftur orðnar ótakmarkaðar um leið og heilsan er aðeins betri og fólki slær niður. Í krabbameinsmeðferð er því eins farið nema hvað flensan er margföld og varir lengur, vikur, mánuði eða ár. Ef fólk í endurhæfingu vegna krabbameins heldur áfram að gera allt sem það var vant að gera fyrir veikindin lendir það aftur og aftur og aftur í að klára skeiðar dagsins, morgundagsins og næstu daga þar til það vaknar og á ekki skeið til að komast framúr. Iðjuþjálfar hjálpa fólki við að læra leiðir til að takast á við breyttar aðstæður. Komast að því í hvað skeiðarnar fara, aðlaga rútínur og finna jafnvægi í athöfnum daglegs lífs. Þegar orkan er takmörkuð skiptir ekki aðeins máli að gera greinarmun á því sem þarf að gera og hvað er raunhæft heldur einnig að þau verkefni sem fólk ákveður að sinna hafi gildi. Þá nota iðjuþjálfar í Ljósinu og annars staðar gjarnan Iðjuhjólið til að fá yfirsýn yfir klukkustundir sólarhringsins. Er jafnvægi á milli þess að hvíla sig, sinna eigin þörfum og hlutverkum í lífinu eða er álagið of mikið? Venjur, vanamynstur og orkan Manneskjur hafa allar mismunandi hlutverk, þær sinna eigin þörfum og oft annarra, og dagarnir líða hver á fætur öðrum án þess að miklar breytingar verði á rútínunni. Við erum öll að gera alls konar hluti á hverjum degi án þess að hugsa um það, ósjálfráðar og ómeðvitaðar athafnir sem við erum löngu hætt að hugsa um. Við klæðum okkur í buxur án þess að hika og velta fyrir okkur í hvora skálmina við eigum að fara fyrst. Við keyrum bíl án þess að hugsa um kúplinguna, notum hnífapör, deyfðarskrunum á samfélagsmiðlum og burstum tennurnar með hægri hendinni án þess að hugsa um það. Við venjulegar aðstæður þurfum við þess ekki. Í krabbameinsmeðferð getur allt sem við gerum algerlega ómeðvitað, og er sannarlega orkusparandi og jákvætt undir venjulegum kringumstæðum, klárað allar skeiðar dagsins. Jafnvel áður en dagurinn er almennilega byrjaður. Í samali við iðjuþjálfa geta einstaklingar kortlagt daglega lífið og endurmetið ósjálfráða hegðun, vanamynstur og venjur. Það má jafnframt ekki gleyma að skeiðarnar eru ekki aðeins líkamlegar heldur einnig andlegar og félagslegar. Það eru til skeiðasugur, verkefni, umhverfi eða fólk sem sogar skeiðarnar til sín án þess að við fáum neinu um það ráðið. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að vera meðvituð um það sem er að gerast og sýna sér mildi. Sumar skeiðasugur eru nefnilega nauðsynlegar, til dæmis læknaheimsóknir, en væri í lagi að sleppa húsfundinum? Hvað tekur deyfðarskrun á samfélagsmiðlum margar skeiðar? Hvað kostar margar skeiðar að horfa á fréttir? Meðvitað val eða vanamynstur? Iðjuþjálfar kenna fólki að þekkja sín takmörk, forgangsraða, búta verkefni niður í viðráðanlegar einingar, biðja um aðstoð og síðast en ekki síst komast að því hvað skiptir máli. Það er ekki öll dagleg iðja jafnmerkileg en það getur enginn fullyrt að eitthvað eitt sé merkilegra eða nauðsynlegra en annað. Ef einstaklingur veltir fyrir sér hvers vegna hann gerir það sem hann gerir, hvaða persónulegu ástæður liggja að baki, getur hann sjálfur valið að halda áfram eða ekki. Hvers vegna þarf til dæmis að strauja þvott? Er það vegna þess að það er þægilegra að fara í straujuð föt eða vegna þess að mamma og amma straujuðu allt (hvort sem það var til sótthreinsunar eða til að allt passaði í skápinn eða kistilinn) og þannig á að ganga frá þvottinum? Það eru ekki mamma og amma sem velja að nota skeið í að strauja. Það eru ekki þær sem eiga takmarkaðar skeiðar. Manneskjan sem er er meðvituð um skeiðarnar sínar verður sjálf að velja í hvað þær fara í samræmi við eigin gildi og sannfæringu. Andlegur, líkamlegur og félagslegur skeiðasparnaður Það eru ótal leiðir færar í skeiðasparnaði sem iðjuþjálfi getur stutt fólk við að finna því það getur reynst erfitt að hugsa út fyrir sjálfvirka (og fyrrum orkusparandi) vanamynstrið. Að tannbursta sig sitjandi, að hafa öll föt dagsins tilbúin á sama stað, „nýta ferðirnar“ innan- og utanhúss og nota skó sem þarf ekki að reima. Hafa það sem er mest notað í eldhúsinu á aðgengilegustu stöðunum (jafnvel sleppa því að ganga frá þeim upp í skáp) eða nota baðsloppinn til að þurrka sér í staðinn fyrir að nudda handklæðinu um allan líkamann (það er þess vegna sem sloppar eru úr handklæðaefni, ekki vegna þess að frotte er í tísku). Það getur verið erfitt að fylgjast með skeiðum sem fara í hugsanir og samskipti en það getur verið vel þess virði að hafa augun opin. Að ganga á skeiðar næsta dags er eins og að taka smálán á okurvöxtum, það verður að borga lánið tilbaka og vextirnir réttlæta aldrei lánið. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar síðastliðinn 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun