Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar 29. október 2024 11:32 Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Fíkn Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun