Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2024 09:06 Halla Tómasdóttir forseti með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35