Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2024 09:06 Halla Tómasdóttir forseti með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35