Sjálfbær kvikmyndagerð á Íslandi Lára Portal skrifar 28. október 2024 17:32 Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun