Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. október 2024 14:23 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. Deiluaðilar hafa fundað stíft hjá Ríkissáttasemjara síðustu vikur en ekki náð saman. Búið er að boða til verkfallsaðgerða í þrettán skólum og níu þeirra hefja aðgerðir á morgun, fjórir leikskólar, þrír grunnskólar, einn framhaldsskóli og einn tónlistarskóli. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir kröfur kennara óraunhæfar og er ekki bjartsýn á að samningar náist áður en verkföll skella á á morgun. „Við erum hvorki að komast nær né er ég bjartsýn. Þetta er þvílíkur ómöguleiki,“ segir Inga. Þannig það stefnir allt í að verkföll hefjist á morgun? „Ég er hrædd um það, það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að svo verði ekki.“ Hún segir stöðuna grafalvarlega en deiluaðilar gefast ekki upp og funda áfram. „Aðilar hafa verið að vinna í sitthvoru lagi núna í morgun. Ég geri ráð fyrir að við förum að hittast nú eftir hádegi,“ segir Inga. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 22. október 2024 20:57 Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 21. október 2024 22:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Deiluaðilar hafa fundað stíft hjá Ríkissáttasemjara síðustu vikur en ekki náð saman. Búið er að boða til verkfallsaðgerða í þrettán skólum og níu þeirra hefja aðgerðir á morgun, fjórir leikskólar, þrír grunnskólar, einn framhaldsskóli og einn tónlistarskóli. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir kröfur kennara óraunhæfar og er ekki bjartsýn á að samningar náist áður en verkföll skella á á morgun. „Við erum hvorki að komast nær né er ég bjartsýn. Þetta er þvílíkur ómöguleiki,“ segir Inga. Þannig það stefnir allt í að verkföll hefjist á morgun? „Ég er hrædd um það, það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að svo verði ekki.“ Hún segir stöðuna grafalvarlega en deiluaðilar gefast ekki upp og funda áfram. „Aðilar hafa verið að vinna í sitthvoru lagi núna í morgun. Ég geri ráð fyrir að við förum að hittast nú eftir hádegi,“ segir Inga.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 22. október 2024 20:57 Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 21. október 2024 22:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 22. október 2024 20:57
Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 21. október 2024 22:48