„Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. október 2024 10:30 Jón Ingi Sveinsson, sem heldur hér bók fyrir andlit sitt, ræðir við Björgvin Jónsson verjanda sinn. Vísir/vilhelm „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta. Ég allavega neita sök í þessu og hef ekki vitneskju um þessi fíkniefni,“ sagði Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiku fíkniefnamáli, í upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Ingi segist ekki kannast við ummæli sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Jón og verjandi hans vilja meina að þau byggi á hljóðupptökum sem séu ólöglegar. Nokkrir breyttu um afstöðu Aðalmeðferð stóra fíkniefnamálsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Síðan breytti einn sakborningurinn afstöðu sinni og játaði sök við upphaf þinghaldsins, og annar breytti lítillega afstöðu sinni varðandi einn ákærulið. Í þinghaldinu í morgun spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari Jón Inga út í efni lögregluskýrslu, sem byggði meðal annars á hljóðritunum. Björgvin Jónsson, verjandi Jóns, sagði lögregluna ekki hafa haft heimild fyrir hljóðritun á símtölum umbjóðanda síns erlendis. „Tönnin“ „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Í þessum samtölum sem voru reifuð í lögregluskýrslunni var fjallað um skipulagningu fíkniefnainnflutnings, innheimtingu fíkniefnaskuldar, burðardýr og „Tönnina“ sem gera má ráð fyrir að eigi að vera Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn. Sveddi hefur endurtekið hlotið dóma, bæði hér heima og í Brasilíu, fyrir aðild að fíkniefnasmygli. „Ég ætla ekki að svara fyrir þetta. Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur,“ sagði Jón Ingi í aðalmeðferðinni í morgun. Karl Ingi spurði hann margra spurninga varðandi gögn lögreglu, en flest svör Jóns voru á þessa leið. „Lögreglan verður að fara að lögum líka,“ sagði Jón. Pinocchio, Gringo en ekki Caligula Jón Ingi hélt því einnig fram að fjöldi spurninga Karls Inga vörðuðu ekki þau brot sem hann væri ákærður fyrir. Karl Ingi sagðist nú vera ósammála því. „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ spurði Jón Ingi. Jón Ingi var spurður út í hina sakborninga málsins. Hann sagðist þekkja þá flesta, en ekki alla. Í flestum tilfellum er um að ræða vini. Af upprunalegu sakborningunum átján voru þrettán karlar og fimm konur. Flestir sakborningana voru á fertugs- og fimmtugsaldri, en sá yngsti er 28 ára. Jón Ingi kannast við að hafa notað samskiptaforritið Signal, og verið þar undir nafninu Pinocchio, og Gringo, en ekki Caligula. Pinocchio er ítalska nafn spýtustráksins Gosa, Gringo er spænskt orð sem er notað yfir útlending og Caligula var þriðji keisari Rómarveldis. Kannaðist ekki við Picasso Pétur Þór Elíasson, sem er líka grunaður um að hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum, sagðist fyrir dómi ekkert vita um meint fíkniefnalagabrot og neitaði sök. Hann er bifvélavirki og sagðist hafa gert við bíla hjá mörgum sakborninganna. Þannig þekkti hann suma þeirra. Pétur var spurður út í ítrekuð símtöl hans og eins sakborningsins. Fyrir dómi sagði hann þá tvo tala saman í síma nánast daglega. „Hann kvartar um lífið og tilveruna og ég gef honum eyra,“ sagði Pétur og bætti við stundum væri það hann sjálfur sem hringdi og kvartaði. Í lögreglu var haft eftir honum ýmislegt úr þessum símtölum sem varðaði fíkniefnalagabrot. Þegar hann var spurður út í efni símtalanna sagðist hann ýmist ekki kannast við það sem var haft eftir honum eða ekki muna eftir því. Hann var líka spurður út í nöfn á samskiptaforritinu Signal. Hann kannaðist við að nota Pétur Þór, en ekki Da Vinci eða Picasso. Fréttin var uppfærð með framburði Péturs Þórs. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Jón Ingi segist ekki kannast við ummæli sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Jón og verjandi hans vilja meina að þau byggi á hljóðupptökum sem séu ólöglegar. Nokkrir breyttu um afstöðu Aðalmeðferð stóra fíkniefnamálsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Síðan breytti einn sakborningurinn afstöðu sinni og játaði sök við upphaf þinghaldsins, og annar breytti lítillega afstöðu sinni varðandi einn ákærulið. Í þinghaldinu í morgun spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari Jón Inga út í efni lögregluskýrslu, sem byggði meðal annars á hljóðritunum. Björgvin Jónsson, verjandi Jóns, sagði lögregluna ekki hafa haft heimild fyrir hljóðritun á símtölum umbjóðanda síns erlendis. „Tönnin“ „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Í þessum samtölum sem voru reifuð í lögregluskýrslunni var fjallað um skipulagningu fíkniefnainnflutnings, innheimtingu fíkniefnaskuldar, burðardýr og „Tönnina“ sem gera má ráð fyrir að eigi að vera Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn. Sveddi hefur endurtekið hlotið dóma, bæði hér heima og í Brasilíu, fyrir aðild að fíkniefnasmygli. „Ég ætla ekki að svara fyrir þetta. Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur,“ sagði Jón Ingi í aðalmeðferðinni í morgun. Karl Ingi spurði hann margra spurninga varðandi gögn lögreglu, en flest svör Jóns voru á þessa leið. „Lögreglan verður að fara að lögum líka,“ sagði Jón. Pinocchio, Gringo en ekki Caligula Jón Ingi hélt því einnig fram að fjöldi spurninga Karls Inga vörðuðu ekki þau brot sem hann væri ákærður fyrir. Karl Ingi sagðist nú vera ósammála því. „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ spurði Jón Ingi. Jón Ingi var spurður út í hina sakborninga málsins. Hann sagðist þekkja þá flesta, en ekki alla. Í flestum tilfellum er um að ræða vini. Af upprunalegu sakborningunum átján voru þrettán karlar og fimm konur. Flestir sakborningana voru á fertugs- og fimmtugsaldri, en sá yngsti er 28 ára. Jón Ingi kannast við að hafa notað samskiptaforritið Signal, og verið þar undir nafninu Pinocchio, og Gringo, en ekki Caligula. Pinocchio er ítalska nafn spýtustráksins Gosa, Gringo er spænskt orð sem er notað yfir útlending og Caligula var þriðji keisari Rómarveldis. Kannaðist ekki við Picasso Pétur Þór Elíasson, sem er líka grunaður um að hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum, sagðist fyrir dómi ekkert vita um meint fíkniefnalagabrot og neitaði sök. Hann er bifvélavirki og sagðist hafa gert við bíla hjá mörgum sakborninganna. Þannig þekkti hann suma þeirra. Pétur var spurður út í ítrekuð símtöl hans og eins sakborningsins. Fyrir dómi sagði hann þá tvo tala saman í síma nánast daglega. „Hann kvartar um lífið og tilveruna og ég gef honum eyra,“ sagði Pétur og bætti við stundum væri það hann sjálfur sem hringdi og kvartaði. Í lögreglu var haft eftir honum ýmislegt úr þessum símtölum sem varðaði fíkniefnalagabrot. Þegar hann var spurður út í efni símtalanna sagðist hann ýmist ekki kannast við það sem var haft eftir honum eða ekki muna eftir því. Hann var líka spurður út í nöfn á samskiptaforritinu Signal. Hann kannaðist við að nota Pétur Þór, en ekki Da Vinci eða Picasso. Fréttin var uppfærð með framburði Péturs Þórs.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira