Menntakerfið í öfuga átt við atvinnulífið: Hvers vegna eykst álag á nemendur á meðan vinnuvikan styttist? Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar 27. október 2024 23:01 Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun