Menntakerfið í öfuga átt við atvinnulífið: Hvers vegna eykst álag á nemendur á meðan vinnuvikan styttist? Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar 27. október 2024 23:01 Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skóla- og menntamál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun