Selenskí kemur til Íslands á morgun Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. október 2024 15:00 Vóldódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira