Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 12:27 Baldur segir að Kristrún hafi náð undraverðum árangri með flokkinn, en nú sé spurning hvort hún styrki stöðu hans eða hafi spilað afleik, með því að setja Dag B „undir fallöxina“. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir að nýjasta útspil Kristrúnar Frostadóttur veki mikla athygli, en hann segir annað hvort um úthugsaða strategíu að ræða eða alvarlegt reynsluleysi. Í gær sagði Kristrún Dag B. Eggertsson vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar, og hvatti mögulegan kjósanda sem er ósáttur við Dag að strika nafn hans út í kjörklefanum. Baldur reit pistil á Facebook þar sem hann nefndi sjö atriði sem honum hefur fundist eftirtektarverð í aðdraganda kosninga. Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar árin 2011 og 2012. Gamla flokksforystan hangi í skottinu Hann segir að þær hreinsanir sem hafa átt sér stað innan Samfylkingarinnar hafi vakið athygli hans löngu fyrir atburði gærdagsins. Flestum þingmönnum og varaþingmönnum flokksins hafi verið ýtt til hliðar. „Formaðurinn hefur þó enn ekki ægivald innan flokksins því að hluti gömlu flokksforystunnar hangir í skottinu á henni og bíður færist að komast að með sín áherslumál.“ Baldur segir það alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. Dagur vinsæll innan flokks en óvinsæll meðal andstæðinga „En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi,“ segir hann. Þá segir hann að stóra spurningin sé nú hvort Kristrún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins - en óvinsælan meðal andstæðinga hans - undir fallöxina, eða hafi spilað afleik sem muni fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Baldur reit pistil á Facebook þar sem hann nefndi sjö atriði sem honum hefur fundist eftirtektarverð í aðdraganda kosninga. Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar árin 2011 og 2012. Gamla flokksforystan hangi í skottinu Hann segir að þær hreinsanir sem hafa átt sér stað innan Samfylkingarinnar hafi vakið athygli hans löngu fyrir atburði gærdagsins. Flestum þingmönnum og varaþingmönnum flokksins hafi verið ýtt til hliðar. „Formaðurinn hefur þó enn ekki ægivald innan flokksins því að hluti gömlu flokksforystunnar hangir í skottinu á henni og bíður færist að komast að með sín áherslumál.“ Baldur segir það alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. Dagur vinsæll innan flokks en óvinsæll meðal andstæðinga „En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi,“ segir hann. Þá segir hann að stóra spurningin sé nú hvort Kristrún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins - en óvinsælan meðal andstæðinga hans - undir fallöxina, eða hafi spilað afleik sem muni fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira