Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:07 Á flugleið vélanna á Flightradar má sjá hvar og hvernig þær rekast saman í loftinu. Hægra meginn sjást skemmdir á stéli vélarinnar sem var fyrir framan. Vísir Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu. Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45