Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Margrét Erlendsdóttir skrifar 26. október 2024 20:02 Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar