Þrúgandi þögn fyrir stóru ákvörðun Kristrúnar Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2024 13:25 Kristrún er talin ráða því sem hún vill ráða hjá Samfylkingunni. Nú horfir hún á hóp álitlegra karla og tilkynnir niðurstöðu fyrir hádegi á morgun. Vísir Yfirleitt spyrst út þegar einhverjir eru á framboðsskóm og berast þá jafnan inn á ritstjórnargólf. En ekki hjá Samfylkingu nú um stundir. Þar halda menn spilum þétt að sér. Víst er að þar er við nokkurn vanda að etja þegar raða skal í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður. Vísir hringdi í alla þá sem gera má ráð fyrir því að viti eitthvað um stöðuna en enginn þeirra svarar síma. Martröð blaðamannsins. Stærsti óvissufiskurinn í þeirri tjörn er Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar. Ekki hefur náðst í hann nú í viku. Skýrist strax á morgun Allt mun þetta skýrast á morgun klukkan ellefu. Þá mun Samfylkingin kynna listana í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Fyrir liggur að þetta er nokkurt púsluspil. Fjölmargir karlar, sem hljóta að teljast sterkir, hafa boðið fram krafta sína: Talið er líklegt að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi annað oddvitasætið á móti Kristrúnu Frostadóttur. En hvað á að gera við Dag? Gefur hann kost á sér, og passar hann inn í hugmyndir Kristrúnar og hennar helsta ráðgjafa sem er Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur. Flestir gera ráð fyrir því að Jóhann Páll Jóhannsson skipi annað oddvitasætið í Reykjavíkurkjördæmunum. En Dagur gæti breytt því.vísir/vilhelm Þeir eru líka fleiri sem hljóta að vera inni í myndinni: Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri hefur gert sig sýnilegan og gefur á sér kost. Það gerir einnig Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins. Samfylkingin var á sínum tíma fyrstur flokka til að notast við svokallaða fléttulista, þar sem skiptast á karl og kona burt sé frá niðurstöðum í prófkjöri, þannig að ekki hjálpar það upp á sakirnar. Kristrún ráði því sem hún vill ráða Ekki var um nema eitt að ræða, sem er að bera allar þessar spurningar undir stjórnmálafræðinginn prófessor Eirík Bergmann. Hann hafði ekkert heyrt, frekar en innsti hringur Samfylkingarinnar og honum þykir þetta skrítin staða. „Einhver forysta sem stillir þessu upp eftir eigin höfði. Ekki mikið af flokksmönnum sem koma að þessu. Þannig að ég veit ekki alveg hvað maður getur sagt, maður veit bara ekki neitt,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann prófessor spáir í spilin og stöðu Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm Eiríkur telur að Kristrún ráði því sem hún vill ráða og honum hafi sýnst sem þar væri verið að sækja frægt fólk út í þjóðfélagið þá á kostnað þeirra sem eru gegnheilir flokksmenn og hafa tekið þátt í hinu lýðræðislega starfi. „Þetta tvíeyki er komið þarna sem setur sérstakan svip á framboðið,“ segir Eiríkur og vísar til framboðs Víðis Reynissonar og Ölmu Möller fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. „Með því er Samfylkingin í raun að leggja blessun sína á aðgerðirnar sem hér var farið í sem voru svo sem í samræmi við það sem gerðist víðast hvar. Þetta er gert áður en uppgjörið fer fram eins og óhjákvæmilegt er að verði gert.“ Jóhann Páll líklegastur til að verða oddviti Eiríkur telur líklegast að Jóhann Páll verði oddviti á móti Kristrúnu og hann gerir ráð fyrir því að Þórð Snæ verði að finna þarna einhvers staðar ofarlega á lista. En Dagur er jókerinn í spilastokknum. „Dagur B. Eggertsson er auðvitað einn áhrifamesti stjórnmálamaður landsins, hann er ekki bara einhver. Hann er sá stjórnmálamaður sem hefur haft mest áhrif á samtímann burtséð frá því hvað mönnum finnst um þær breytingar.“ Dagur er ekki bara einhver. Hann er sá stjórnmálamaður seinni tíma sem helst hefur sett mark sitt á það samfélag sem við búum í, hvort sem okkur líkar betur eða verr.vísir/arnar Eiríkur segir Reykjavík hafa undir stjórn Dags tekið stakkaskiptum og ekki oft sem stjórnmálamenn hafi eins skýr áhrif og Dagur hefur haft. „Það er risavaxin ákvörðun hvort þú hefur Dag með og líka ef þú hefur hann ekki. Það setur byr í öll þessi segl.“ Breyttur flokkur Eiríkur er kominn í stellingarnar og segir Samfylkinguna auðvitað flokk sem hafi verið að losa sig við flest sem hann hefur einkennt svo sem stjórnarskrárumræðu, Evrópu og því að vilja stuðla að fjölmenningarsamfélagi. „Hún hefur losað sig við bæði menn og málefni. Þetta er breyttur flokkur. Það átta sig ekkert allir á því lengur fyrir hvað hann stendur.“ Eiríkur nefnir að þetta hafi verið til þess fallið að auka fylgið en engu að síður sé fylgni milli þess að ris hans stöðvaðist og flokkurinn tók upp harðari afstöðu gagnvart aðkomufólki. „Og veitt málflutningi Miðflokksins lögmæti. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki að slá föstu hvert orsakasamhengið er. Það getur vel verið að risið hafi verið komið í hámark en eigi að síður fer þetta saman í tíma. Sem er athyglisvert. Flokkurinn hefur ekki grætt á þessu útspili í fylgi.“ Líklega er þetta lúxusvandi þó víst sé að einhverjir hljóti að sitja eftir með sárt ennið. Allir eru þessir kandídatar karlar. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði allt fullt af frambærilegum konum þarna. Manni dettur ekki annað til hugar en Kristrún er þessi óskoraði leiðtogi sem getur skákað í krafti góðra skoðanakannana. Það getur reynst erfitt að halda slíku fylgisrisi og þetta hefur verið að trappast niður sem er ekki óvænt. Næstu kannanir munu segja okkur mikið,“ segir Eiríkur. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fréttaskýringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Vísir hringdi í alla þá sem gera má ráð fyrir því að viti eitthvað um stöðuna en enginn þeirra svarar síma. Martröð blaðamannsins. Stærsti óvissufiskurinn í þeirri tjörn er Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar. Ekki hefur náðst í hann nú í viku. Skýrist strax á morgun Allt mun þetta skýrast á morgun klukkan ellefu. Þá mun Samfylkingin kynna listana í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Fyrir liggur að þetta er nokkurt púsluspil. Fjölmargir karlar, sem hljóta að teljast sterkir, hafa boðið fram krafta sína: Talið er líklegt að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi annað oddvitasætið á móti Kristrúnu Frostadóttur. En hvað á að gera við Dag? Gefur hann kost á sér, og passar hann inn í hugmyndir Kristrúnar og hennar helsta ráðgjafa sem er Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur. Flestir gera ráð fyrir því að Jóhann Páll Jóhannsson skipi annað oddvitasætið í Reykjavíkurkjördæmunum. En Dagur gæti breytt því.vísir/vilhelm Þeir eru líka fleiri sem hljóta að vera inni í myndinni: Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri hefur gert sig sýnilegan og gefur á sér kost. Það gerir einnig Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins. Samfylkingin var á sínum tíma fyrstur flokka til að notast við svokallaða fléttulista, þar sem skiptast á karl og kona burt sé frá niðurstöðum í prófkjöri, þannig að ekki hjálpar það upp á sakirnar. Kristrún ráði því sem hún vill ráða Ekki var um nema eitt að ræða, sem er að bera allar þessar spurningar undir stjórnmálafræðinginn prófessor Eirík Bergmann. Hann hafði ekkert heyrt, frekar en innsti hringur Samfylkingarinnar og honum þykir þetta skrítin staða. „Einhver forysta sem stillir þessu upp eftir eigin höfði. Ekki mikið af flokksmönnum sem koma að þessu. Þannig að ég veit ekki alveg hvað maður getur sagt, maður veit bara ekki neitt,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann prófessor spáir í spilin og stöðu Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm Eiríkur telur að Kristrún ráði því sem hún vill ráða og honum hafi sýnst sem þar væri verið að sækja frægt fólk út í þjóðfélagið þá á kostnað þeirra sem eru gegnheilir flokksmenn og hafa tekið þátt í hinu lýðræðislega starfi. „Þetta tvíeyki er komið þarna sem setur sérstakan svip á framboðið,“ segir Eiríkur og vísar til framboðs Víðis Reynissonar og Ölmu Möller fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. „Með því er Samfylkingin í raun að leggja blessun sína á aðgerðirnar sem hér var farið í sem voru svo sem í samræmi við það sem gerðist víðast hvar. Þetta er gert áður en uppgjörið fer fram eins og óhjákvæmilegt er að verði gert.“ Jóhann Páll líklegastur til að verða oddviti Eiríkur telur líklegast að Jóhann Páll verði oddviti á móti Kristrúnu og hann gerir ráð fyrir því að Þórð Snæ verði að finna þarna einhvers staðar ofarlega á lista. En Dagur er jókerinn í spilastokknum. „Dagur B. Eggertsson er auðvitað einn áhrifamesti stjórnmálamaður landsins, hann er ekki bara einhver. Hann er sá stjórnmálamaður sem hefur haft mest áhrif á samtímann burtséð frá því hvað mönnum finnst um þær breytingar.“ Dagur er ekki bara einhver. Hann er sá stjórnmálamaður seinni tíma sem helst hefur sett mark sitt á það samfélag sem við búum í, hvort sem okkur líkar betur eða verr.vísir/arnar Eiríkur segir Reykjavík hafa undir stjórn Dags tekið stakkaskiptum og ekki oft sem stjórnmálamenn hafi eins skýr áhrif og Dagur hefur haft. „Það er risavaxin ákvörðun hvort þú hefur Dag með og líka ef þú hefur hann ekki. Það setur byr í öll þessi segl.“ Breyttur flokkur Eiríkur er kominn í stellingarnar og segir Samfylkinguna auðvitað flokk sem hafi verið að losa sig við flest sem hann hefur einkennt svo sem stjórnarskrárumræðu, Evrópu og því að vilja stuðla að fjölmenningarsamfélagi. „Hún hefur losað sig við bæði menn og málefni. Þetta er breyttur flokkur. Það átta sig ekkert allir á því lengur fyrir hvað hann stendur.“ Eiríkur nefnir að þetta hafi verið til þess fallið að auka fylgið en engu að síður sé fylgni milli þess að ris hans stöðvaðist og flokkurinn tók upp harðari afstöðu gagnvart aðkomufólki. „Og veitt málflutningi Miðflokksins lögmæti. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki að slá föstu hvert orsakasamhengið er. Það getur vel verið að risið hafi verið komið í hámark en eigi að síður fer þetta saman í tíma. Sem er athyglisvert. Flokkurinn hefur ekki grætt á þessu útspili í fylgi.“ Líklega er þetta lúxusvandi þó víst sé að einhverjir hljóti að sitja eftir með sárt ennið. Allir eru þessir kandídatar karlar. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði allt fullt af frambærilegum konum þarna. Manni dettur ekki annað til hugar en Kristrún er þessi óskoraði leiðtogi sem getur skákað í krafti góðra skoðanakannana. Það getur reynst erfitt að halda slíku fylgisrisi og þetta hefur verið að trappast niður sem er ekki óvænt. Næstu kannanir munu segja okkur mikið,“ segir Eiríkur.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fréttaskýringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira