Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða alvarlega líkamsárás í póstnúmeri 109 sem er Neðra-Breiðholt og greint var frá í dagbók lögreglunnar í morgun.
Tilkynnt var um málið um miðnættið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi.
Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir málið á viðkvæmu stigi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.