Sigrumst á mænusótt (lömunarveiki) sem enn er á sveimi! Alma D. Möller skrifar 24. október 2024 10:17 Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun