Sigrumst á mænusótt (lömunarveiki) sem enn er á sveimi! Alma D. Möller skrifar 24. október 2024 10:17 Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun