Yfirlýsing Stjörnunnar: „Gerum ekki greinarmun á getustigi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 13:09 Lið KA með bikarinn eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem nú hefur verið dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað eftir að félagið kærði úrslitin gegn KA, í úrslitaleik Íslandsmóts C-liða í 4. flokki stráka. Í yfirlýsingunni leggja Stjörnumenn áherslu á að ekki sé gerður greinarmunur á getustigi, þegar komi að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi, og allra síst vegna úrslitaleiks Íslandsmóts. Leikurinn fór fram á Akureyri 14. september og eftir að KA komst í 3-0 náði Stjarnan að jafna í seinni hálfleik. Því var gripið til framlengingar en dómari leiksins gerði þau mistök að hafa framlenginguna 2x5 mínútur, í stað 2x10 mínútur, og vítaspyrnukeppnina þannig að hvort lið fengi aðeins þrjár spyrnur en ekki fimm. KA vann leikinn í vítaspyrnukeppni og strákarnir í liðinu, 12 og 13 ára gamlir, fögnuðu vel. Stjarnan kærði hins vegar niðurstöðuna til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem féllst á kröfu Stjörnunnar og því mætast liðin að nýju á morgun, á Akureyri, í 2x10 mínútna framlengingu. Verði jafnt að henni lokinni tekur við vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið fær fimm spyrnur eins og reglurnar segja til um. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnupilta, sem væntanlega þurfa að taka frí frá skóla á morgun til að ferðast í leikinn. „Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar en yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan! Fótbolti Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Í yfirlýsingunni leggja Stjörnumenn áherslu á að ekki sé gerður greinarmunur á getustigi, þegar komi að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi, og allra síst vegna úrslitaleiks Íslandsmóts. Leikurinn fór fram á Akureyri 14. september og eftir að KA komst í 3-0 náði Stjarnan að jafna í seinni hálfleik. Því var gripið til framlengingar en dómari leiksins gerði þau mistök að hafa framlenginguna 2x5 mínútur, í stað 2x10 mínútur, og vítaspyrnukeppnina þannig að hvort lið fengi aðeins þrjár spyrnur en ekki fimm. KA vann leikinn í vítaspyrnukeppni og strákarnir í liðinu, 12 og 13 ára gamlir, fögnuðu vel. Stjarnan kærði hins vegar niðurstöðuna til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem féllst á kröfu Stjörnunnar og því mætast liðin að nýju á morgun, á Akureyri, í 2x10 mínútna framlengingu. Verði jafnt að henni lokinni tekur við vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið fær fimm spyrnur eins og reglurnar segja til um. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnupilta, sem væntanlega þurfa að taka frí frá skóla á morgun til að ferðast í leikinn. „Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar en yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan!
Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan!
Fótbolti Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira