Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 13:32 Vladímír Pútín hefur hert tök sín á rússnesku samfélagi á undanförnum árum, meðal annars með því að skilgreina félagasamtök og fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira