Skýr krafa meðal lækna að hefja undirbúning verkfallsaðgerða Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2024 11:17 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir lækna ekki treysta sér í fulla dagvinnu miðað við aðstæður í heilbrigðiskerfinu í dag. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir félagsfund félagsins í gær ekki hafa verið boðaðan í þeim tilgangi að boða til aðgerða. Á fundinum hafi komið skýr krafa frá félagsmönnum um að hefja þá vegferð og því vinni samninganefndin að því núna. Samninganefnd félagsins fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ákváðum að boða til fundar til að upplýsa félagsmenn um stöðuna,“ segir Steinunn Læknar hafa verið í samningaviðræðum frá því um áramót en samningslausir frá því í mars. Fólk hafi verið þyrst eftir upplýsingum og því hafi verið haldinn fundur til að fara yfir stöðuna. „Þessi fundur var engan veginn boðaður til að ræða aðgerðir. Það var ekki þannig. Hann bara fór út í það af hálfu félagsmanna mjög fljótt. Að vilja að leggja drög að skrefum um aðgerðir. Þau eru komin með nóg af biðinni og skoruðu á stjórn og samninganefnd að undirbúa verkfallsaðgerðir tafarlaust.“ Vilja styttingu vinnuvikunnar Ein helsta krafa lækna er að þeir fái styttingu vinnuvikunnar eins og flestar aðrar heilbrigðisstéttir auk þess sem litið er til grunnlauna lækna. „Styttingin er stærsta málið en svo eru grunnlaun almennra lækna lág miðað við nánast hvaða samanburðarstétt sem er. Það er mikil gremja í þeirra hópi varðandi dagvinnulaun sín.“ Steinunn segir auk þess kjör á vöktum til umræðu. „Þetta er búið að taka svo langan tíma og við erum orðin langeyg eftir því að fá tilboð frá ríkinu. Hvað þau séu tilbúin að koma mikið til móts við okkur,“ segir Steinunn. Það sé búið að funda stíft og verði fundað í dag en ekkert skýrt tilboð komið. Félagsmenn séu komnir með nóg af því og vilji því undirbúa aðgerðir. Meðvituð um aðstæður í samfélaginu Steinunn segir félagið og samninganefndina mjög meðvitað um aðstæður í samfélaginu og aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Í flestum félögum hefur verið samið um hóflegar launahækkanir með það markmið að lækka vexti og verðbólgu. „Við erum að horfa til þess að hægt sé að manna læknisþjónustu á landinu, að þetta sé þess eðlis að fólk sé tilbúið að starfa í kerfinu okkar. Kjörin eru búin að dragast aftur úr,“ segir Steinunn. Auk þess sé gífurlegt álag og læknum þyki umbunin ekki í takt við það. „Við erum þannig að horfa á atriði sem snerta okkur. En við viljum líka vera ábyrg gagnvart samfélaginu og skiljum alveg samhengið sem við erum í. Það er margt sérstakt við okkar stétt og hvernig við vinnum sem við höfum verið að benda á.“ Læknar langþreyttir Hún segir aukið álag hafa margskonar áhrif. Það sé aukið hlutfall í kulnun og mikill fjöldi sem sæki í sjúkrasjóð félagsins vegna þess. Þá sé einnig stórt hlutfall sem hafi minnkað starfshlutfall vegna mikils álags. „Þau treysta sér ekki til að vinna fulla vinnu við þær aðstæður sem eru í kerfinu í dag. Það er þá líka tekjutap.“ Þetta eigi við sama hvert sé litið til þess hvar læknar starfa. Sama hvort það sé á spítala eða heilsugæslu. „Fólk er orðið langþreytt og finnst það meta að það þurfa að merkja eitthvað um það í launaumslaginu. Best væri ef við værum betur mönnuð en það virðist ekki vera möguleiki eins og staðan er núna. Ef við náum góðum samningum getum við líka mögulega náð fleirum heim og það er okkar von.“ Steinunn segir það ekki liggja fyrir hvernig eða hvar yrði boðað til verkfalls. Ef það er komin verkfallsheimild frá félagsmönnum þurfi að lágmarki að líða 15 dagar þar til aðgerðir hefjast. „Fundarmenn voru nokkuð ákveðnir að hefja þá vegferð af því þetta tekur allt tíma.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Við ákváðum að boða til fundar til að upplýsa félagsmenn um stöðuna,“ segir Steinunn Læknar hafa verið í samningaviðræðum frá því um áramót en samningslausir frá því í mars. Fólk hafi verið þyrst eftir upplýsingum og því hafi verið haldinn fundur til að fara yfir stöðuna. „Þessi fundur var engan veginn boðaður til að ræða aðgerðir. Það var ekki þannig. Hann bara fór út í það af hálfu félagsmanna mjög fljótt. Að vilja að leggja drög að skrefum um aðgerðir. Þau eru komin með nóg af biðinni og skoruðu á stjórn og samninganefnd að undirbúa verkfallsaðgerðir tafarlaust.“ Vilja styttingu vinnuvikunnar Ein helsta krafa lækna er að þeir fái styttingu vinnuvikunnar eins og flestar aðrar heilbrigðisstéttir auk þess sem litið er til grunnlauna lækna. „Styttingin er stærsta málið en svo eru grunnlaun almennra lækna lág miðað við nánast hvaða samanburðarstétt sem er. Það er mikil gremja í þeirra hópi varðandi dagvinnulaun sín.“ Steinunn segir auk þess kjör á vöktum til umræðu. „Þetta er búið að taka svo langan tíma og við erum orðin langeyg eftir því að fá tilboð frá ríkinu. Hvað þau séu tilbúin að koma mikið til móts við okkur,“ segir Steinunn. Það sé búið að funda stíft og verði fundað í dag en ekkert skýrt tilboð komið. Félagsmenn séu komnir með nóg af því og vilji því undirbúa aðgerðir. Meðvituð um aðstæður í samfélaginu Steinunn segir félagið og samninganefndina mjög meðvitað um aðstæður í samfélaginu og aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Í flestum félögum hefur verið samið um hóflegar launahækkanir með það markmið að lækka vexti og verðbólgu. „Við erum að horfa til þess að hægt sé að manna læknisþjónustu á landinu, að þetta sé þess eðlis að fólk sé tilbúið að starfa í kerfinu okkar. Kjörin eru búin að dragast aftur úr,“ segir Steinunn. Auk þess sé gífurlegt álag og læknum þyki umbunin ekki í takt við það. „Við erum þannig að horfa á atriði sem snerta okkur. En við viljum líka vera ábyrg gagnvart samfélaginu og skiljum alveg samhengið sem við erum í. Það er margt sérstakt við okkar stétt og hvernig við vinnum sem við höfum verið að benda á.“ Læknar langþreyttir Hún segir aukið álag hafa margskonar áhrif. Það sé aukið hlutfall í kulnun og mikill fjöldi sem sæki í sjúkrasjóð félagsins vegna þess. Þá sé einnig stórt hlutfall sem hafi minnkað starfshlutfall vegna mikils álags. „Þau treysta sér ekki til að vinna fulla vinnu við þær aðstæður sem eru í kerfinu í dag. Það er þá líka tekjutap.“ Þetta eigi við sama hvert sé litið til þess hvar læknar starfa. Sama hvort það sé á spítala eða heilsugæslu. „Fólk er orðið langþreytt og finnst það meta að það þurfa að merkja eitthvað um það í launaumslaginu. Best væri ef við værum betur mönnuð en það virðist ekki vera möguleiki eins og staðan er núna. Ef við náum góðum samningum getum við líka mögulega náð fleirum heim og það er okkar von.“ Steinunn segir það ekki liggja fyrir hvernig eða hvar yrði boðað til verkfalls. Ef það er komin verkfallsheimild frá félagsmönnum þurfi að lágmarki að líða 15 dagar þar til aðgerðir hefjast. „Fundarmenn voru nokkuð ákveðnir að hefja þá vegferð af því þetta tekur allt tíma.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira