Hlær að töfralausnum í dreifingu við of háu kortisóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:39 Helga Ágústa segir meintar töfralausnir á samfélagsmiðlum algert rugl. Vísir/Bjarni Undanfarna mánuði hafa heilsufarsgúrúar á samfélagsmiðlum kennt of miklu kortisóli um hina ýmsu kvilla, allt frá síþreytu yfir í bólgur í andliti. Lausnina segja þeir í neyslu ýmissa náttúrulyfja. Innkirtlalæknir segir þetta rugl. Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“ Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent