Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 21:02 Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson eru einu tveir sitjandi oddvitarnir sem detta út hjá Flokki fólksins samvkæmt Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni. Hér má sjá mynd frá deginum sem þeir félagarnir settust á þing í fyrsta skipti. vísir/vilhelm Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“ Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“
Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56