Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 21:02 Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson eru einu tveir sitjandi oddvitarnir sem detta út hjá Flokki fólksins samvkæmt Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni. Hér má sjá mynd frá deginum sem þeir félagarnir settust á þing í fyrsta skipti. vísir/vilhelm Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“ Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“
Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56