Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 21:02 Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson eru einu tveir sitjandi oddvitarnir sem detta út hjá Flokki fólksins samvkæmt Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni. Hér má sjá mynd frá deginum sem þeir félagarnir settust á þing í fyrsta skipti. vísir/vilhelm Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“ Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“
Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56