Alma og Guðmundur Ari leiða í Kraganum Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 17:12 Alma og Guðmundur Ari leiða Samfylkinguna í Kraganum. Vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða. Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“ Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“
Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira