Leitað að sex ungmennum um helgina og eitt enn týnt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 16:44 Tvo barnanna sem leitað hefur verið að voru í vistun á Stuðlum þegar eldur kom þar upp á laugardagsmorguninn. Vísir/Vilhelm Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað. Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi. Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi.
Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira