Leitað að sex ungmennum um helgina og eitt enn týnt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 16:44 Tvo barnanna sem leitað hefur verið að voru í vistun á Stuðlum þegar eldur kom þar upp á laugardagsmorguninn. Vísir/Vilhelm Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað. Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi. Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Fimm af börnunum sex eru komin í leitirnar, fjögur þeirra skiluðu sér heim til sín, einn gaf sig fram við lögregluna en þess sjötta er enn leitað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða stúlku á táningsaldri sem var í vistun á Stuðlum en strauk að heiman á laugardag eftir að hafa verið skutlað heim af Stuðlum. Eitt hinna fjögurra ungmennanna sem leitað var tengdist börnunum tveimur af Stuðlum en var þó ekki skjólstæðingur þar. Móðir fimmtán ára pilts sem strauk að heiman en kom í leitirnar fyrr í dag hefur gagnrýnt að einhverjum barnanna hafi verið skutlað heim fyrirvaralaust í kjölfar brunans á meðan önnur voru vistuð á Vogi. Brugðist við undir krefjandi aðstæðum Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar hafi ákvarðanir í kjölfar brunans um helgina verið teknar eftir bestu vitund með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Aðstæður hafi þó verið krefjandi og bregðast hafi þurft hratt við. „Þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól þá getur það verið í okkar umsjá og svo getur það verið í umsjá foreldra. Þannig að það er það sem við tölum um þegar við tölum um að koma börnum í öruggt skjól. Við vorum í þeirri stöðu að börnin voru hér úti á þessari lóð í strætisvagni og við þurftum að taka ákvarðanir mjög fljótt, þetta voru mjög mörg skref sem þurfti að taka á fyrstu klukkutímunum,“ segir Funi.
Lögreglumál Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira