Grípur Bjarni tækifærið? Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. október 2024 06:01 Ef menn, kjörnir fulltrúar, móðgast, mega þeir þá bara henda öllu frá sér? Baráttan fyrir hvalveiðibanni hefur verið ofarlega á stefnuskrá Vinstri grænna um langa hríð, og er það því sorgleg staðreynd, að ekki hefur verið veitt meira af stórhveli, langreyði, síðustu áratugi, en einmitt síðustu 7 árin, í stjórnar- og forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur/Vinstri grænna. Vinstri grænir hafa nú í 3 ár haft tækifæri til að standa við þetta stefnumark sitt, sem þau voru auðvitað að hluta til kosin út á, því sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, nú matvælaráðuneytið, jafn furðuleg og sú nafngift í raun er, hefur verið í þeirra höndum. Fyrst fór Svandís Svavardóttir fyrir þessu ráðuneyti 28.11.21 til 23.01.24, svo sjálf Katrín Jakobsdóttir 23.01.24 til 03.04.24, svo Svandís aftur 03.04.24-09.04.24 og loks tók Bjarkey Olsen við þessu mikilvæga kefli fyrir flokkinn 09.04.24 til 17.10.24. Í stað þess að standa við þá stefnu sína, að banna frekari hvalveiðar – reyndar þurfti þess ekki til, því síðasta hvalveiðileyfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, holl- og klíkuvinar Kristjáns Loftssonar, rann út 2023 – og hefði það því dugað Vinstri grænum einfaldlega að gefa ekki út frekari leyfi. Þar vantaði þó stefnufestu og styrk, eins og reyndar hefur einkennt Vinstri græna í síðustu stjórnum, þó leiddar væri af formanni þeirra, Katrínu, og hafa ráðherrarnir slegið úr og í, án nokkurrar skýrrar línu, sem einfaldlega hefði átt að vera: „Við veitum ekkert nýtt leyfi“. Fyrir því var og er urmull góðra og gildra raka, meðal annars skýr og afdráttarlaus afstaða Fagráðs um velferð dýra um, að veiðar stórhvela samræmis ekki markiðum laga um velferð dýra, en, bein skorti í nef og skýra og afdráttarlausa afstöðu, skv. gamalli og skýrri stefnumörkun, og mátti því helzt líkja handhöfn ráðherranna á málinu við leik með heitri kartöflu. Engu að síður héngu þessir ráðherrar á málinu, settu umsókn Kristjáns Loftssonar um nýtt veiðileyfi aftarlega á merina, eins og gott var, og stóðu því vonir hvala- og dýravina, undirritaður þar meðtalinn, til þess, að málið héngi óafgreitt í biðstöðu út kjörtímabilið. Í framhaldinu stóðu vonir til þess, að ný ríkisstjórn, sem væri nokkru umhverfis-, dýra- og náttúrverndarsinnaðri, en sú, sem nú situr, tæki við og lokaði þessum umdeilda og ljóta atvinnuvegi, þar sem lífið er murkað úr háþróuðum og fágætum dýrum, sem spila mikilvægt hlutverk í líríki sjávar, lífskeðjunni þar, með 100-ára gömlum tólum og aðferðum, fyrir fullt og allt. En hvað gerðist? Svandís Svavardóttir ímyndaði sér, svona upp á sitt einsdæmi, að hún gæti stjórnað starfstíma/starfslokum þeirrar ríkisstjórnar, sem sat, fanst við hæfi, að hún sæti fram á næsta vor, sem fór fremur illa í Bjarna Ben, sem taldi sig vera aðalmanninn, engan léttadreng, heldur skipstjórnann á skútunni Henti hann sér því í stjórnarslit, án samráðs við Pétur eða Pál, Sigurð Inga eða Svandísi, en sú síðarnefnda móðgaðist svo við þessa fléttu Bjarna, að hún neitaðiu að taka þátt í þeirri starfsstjórn, sem við tók, í nokkrar vikur eða par mánuði, þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. Hafði hún þó unnið náið með og metið þetta sama samstarf mikils í 7 ár. Hér vaknar auðvitað spurningin um, hvort menn, kjörnir fulltrúar, megi bara henda öllu frá sér, ef þeir verða fyrir smá móðgum. Svari hér hver fyrir sig. Afleiðingin af þessari geðþóttaákvöðrun, fýlu, er hins vegar skýr. Bjarni Benediktsson hremmir fyrir bragðið matvælaráðuneytið og þar með valdið yfir samþykki fyrir veitingu eða höfnun nýs hvalveiðileyfis. Hvers kona manndómur og ábyrgð var þarna í gangi hjá Vinstri grænum? Voru þeim þeirra stefnu- og áherzlumál, í þeim ráðneytum, sem þau réðu fyrir, þeim ekki dýrmætari en svo, að þau mættu bara fara á silfurfati yfir til D og F, þannig, að Bjarni Ben og Sigurður Ingi gætu ráðskast með þau að eigin geðþótta og leitt þau til lykta að sinni vild!?? Annað eins bjálfaleikrit. Það er reyndar hefð fyrir því, í öllum siðmenntuðum löndum, að starfsstjórnir taki ekki af skarið í umdeildum málum, geri aðeins það brýnasta til að halda stjórnkerfinu gangandi, þar til ný og rétt og formlega kjörin stjórn tekur við. Skv. því ætti Bjarni Ben alls ekki að hrófla við stórlega umdeildu havlveiðimáli í tíma þessarar starfsstjórnar, ekki sízt, þar sem endurteknar skoðanakannanir sína, að skýr meirihluti kjósenda stendur gegn hvalveiðum. Það kemur nú í ljós, hvort Bjarni Ben og D virða viðteknar leikreglur siðmenntaðra manna, eða henda sér í enn eina vafasama og siðlausa fléttu með því heiðra samherja sinn og hollvin D, Kristján loftsson, með því að gefa út nýtt hvalveiðileyfi á tíma starfsstjórnarinnar. Enn einu sinni má nú manninn Bjarna Benediktsson, hans heiðarleika og manndóm, líka sjálfsvirðingu, reyna. Mér skilst, að fylgi Vinstri grænna liggi nú í tveimur prósentum. Þar má það liggja fyir mér, um sinn, því lítið gagnast góð og lofsverð málefni og stefnumörkun, sem svo voru 2016/2017, þegar þau hafa flest eða öll verið svikin. Svei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Ef menn, kjörnir fulltrúar, móðgast, mega þeir þá bara henda öllu frá sér? Baráttan fyrir hvalveiðibanni hefur verið ofarlega á stefnuskrá Vinstri grænna um langa hríð, og er það því sorgleg staðreynd, að ekki hefur verið veitt meira af stórhveli, langreyði, síðustu áratugi, en einmitt síðustu 7 árin, í stjórnar- og forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur/Vinstri grænna. Vinstri grænir hafa nú í 3 ár haft tækifæri til að standa við þetta stefnumark sitt, sem þau voru auðvitað að hluta til kosin út á, því sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, nú matvælaráðuneytið, jafn furðuleg og sú nafngift í raun er, hefur verið í þeirra höndum. Fyrst fór Svandís Svavardóttir fyrir þessu ráðuneyti 28.11.21 til 23.01.24, svo sjálf Katrín Jakobsdóttir 23.01.24 til 03.04.24, svo Svandís aftur 03.04.24-09.04.24 og loks tók Bjarkey Olsen við þessu mikilvæga kefli fyrir flokkinn 09.04.24 til 17.10.24. Í stað þess að standa við þá stefnu sína, að banna frekari hvalveiðar – reyndar þurfti þess ekki til, því síðasta hvalveiðileyfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, holl- og klíkuvinar Kristjáns Loftssonar, rann út 2023 – og hefði það því dugað Vinstri grænum einfaldlega að gefa ekki út frekari leyfi. Þar vantaði þó stefnufestu og styrk, eins og reyndar hefur einkennt Vinstri græna í síðustu stjórnum, þó leiddar væri af formanni þeirra, Katrínu, og hafa ráðherrarnir slegið úr og í, án nokkurrar skýrrar línu, sem einfaldlega hefði átt að vera: „Við veitum ekkert nýtt leyfi“. Fyrir því var og er urmull góðra og gildra raka, meðal annars skýr og afdráttarlaus afstaða Fagráðs um velferð dýra um, að veiðar stórhvela samræmis ekki markiðum laga um velferð dýra, en, bein skorti í nef og skýra og afdráttarlausa afstöðu, skv. gamalli og skýrri stefnumörkun, og mátti því helzt líkja handhöfn ráðherranna á málinu við leik með heitri kartöflu. Engu að síður héngu þessir ráðherrar á málinu, settu umsókn Kristjáns Loftssonar um nýtt veiðileyfi aftarlega á merina, eins og gott var, og stóðu því vonir hvala- og dýravina, undirritaður þar meðtalinn, til þess, að málið héngi óafgreitt í biðstöðu út kjörtímabilið. Í framhaldinu stóðu vonir til þess, að ný ríkisstjórn, sem væri nokkru umhverfis-, dýra- og náttúrverndarsinnaðri, en sú, sem nú situr, tæki við og lokaði þessum umdeilda og ljóta atvinnuvegi, þar sem lífið er murkað úr háþróuðum og fágætum dýrum, sem spila mikilvægt hlutverk í líríki sjávar, lífskeðjunni þar, með 100-ára gömlum tólum og aðferðum, fyrir fullt og allt. En hvað gerðist? Svandís Svavardóttir ímyndaði sér, svona upp á sitt einsdæmi, að hún gæti stjórnað starfstíma/starfslokum þeirrar ríkisstjórnar, sem sat, fanst við hæfi, að hún sæti fram á næsta vor, sem fór fremur illa í Bjarna Ben, sem taldi sig vera aðalmanninn, engan léttadreng, heldur skipstjórnann á skútunni Henti hann sér því í stjórnarslit, án samráðs við Pétur eða Pál, Sigurð Inga eða Svandísi, en sú síðarnefnda móðgaðist svo við þessa fléttu Bjarna, að hún neitaðiu að taka þátt í þeirri starfsstjórn, sem við tók, í nokkrar vikur eða par mánuði, þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. Hafði hún þó unnið náið með og metið þetta sama samstarf mikils í 7 ár. Hér vaknar auðvitað spurningin um, hvort menn, kjörnir fulltrúar, megi bara henda öllu frá sér, ef þeir verða fyrir smá móðgum. Svari hér hver fyrir sig. Afleiðingin af þessari geðþóttaákvöðrun, fýlu, er hins vegar skýr. Bjarni Benediktsson hremmir fyrir bragðið matvælaráðuneytið og þar með valdið yfir samþykki fyrir veitingu eða höfnun nýs hvalveiðileyfis. Hvers kona manndómur og ábyrgð var þarna í gangi hjá Vinstri grænum? Voru þeim þeirra stefnu- og áherzlumál, í þeim ráðneytum, sem þau réðu fyrir, þeim ekki dýrmætari en svo, að þau mættu bara fara á silfurfati yfir til D og F, þannig, að Bjarni Ben og Sigurður Ingi gætu ráðskast með þau að eigin geðþótta og leitt þau til lykta að sinni vild!?? Annað eins bjálfaleikrit. Það er reyndar hefð fyrir því, í öllum siðmenntuðum löndum, að starfsstjórnir taki ekki af skarið í umdeildum málum, geri aðeins það brýnasta til að halda stjórnkerfinu gangandi, þar til ný og rétt og formlega kjörin stjórn tekur við. Skv. því ætti Bjarni Ben alls ekki að hrófla við stórlega umdeildu havlveiðimáli í tíma þessarar starfsstjórnar, ekki sízt, þar sem endurteknar skoðanakannanir sína, að skýr meirihluti kjósenda stendur gegn hvalveiðum. Það kemur nú í ljós, hvort Bjarni Ben og D virða viðteknar leikreglur siðmenntaðra manna, eða henda sér í enn eina vafasama og siðlausa fléttu með því heiðra samherja sinn og hollvin D, Kristján loftsson, með því að gefa út nýtt hvalveiðileyfi á tíma starfsstjórnarinnar. Enn einu sinni má nú manninn Bjarna Benediktsson, hans heiðarleika og manndóm, líka sjálfsvirðingu, reyna. Mér skilst, að fylgi Vinstri grænna liggi nú í tveimur prósentum. Þar má það liggja fyir mér, um sinn, því lítið gagnast góð og lofsverð málefni og stefnumörkun, sem svo voru 2016/2017, þegar þau hafa flest eða öll verið svikin. Svei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun