Samkeppni á íslenskum frjósemismarkaði í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 19. október 2024 22:56 Frjósemisstofan Sunna er nýopnuð og er það með komin samkeppni á þeim markaði í fyrsta sinn. Stöð 2 Ný frjósemisstofa hefur hafið starfsemi hér á landi og er í fyrsta sinn samkeppni á þessum markaði. Stofan mun bjóða upp á greiningu á genagöllum í fósturvísum sem geta leitt til alvarlegra sjúkdóma. Frjósemisstofan Sunna var formlega opnuð í gær þegar heilbrigðisráðherra fékk leiðsögn um svæðið en starfsemi er þegar hafin og aðsókn í þjónustuna töluverð. „Hún hefur verið mjög góð, vonum framar verð ég að segja. Við vissum náttúrulega ekkert á hverju við áttum von en talsvert áður en við opnuðum voru tugir manna búnir að hafa samband og óskað eftir þjónustu,“ segir Ingunn Jónsdóttir, meðeigandi Sunnu, í samtali við fréttastofu. Fyrsta fósturvísisgreiningin hérlendis Frjósemisstofan mun meðal annars bjóða upp á fósturvísisgreiningar sem þau segja að hafi hingað til ekki verið í boði hér á landi. Um er að ræða greiningu þar sem meðal annars er reynt að auka líkurnar á þungun. „Hins vegar getur maður líka notað þessa tækni til að greina sjúkdóma. Ef að par eða einstaklingur er með arfgenga sjúkdóma getur maður tekið lífssýni og komið í veg fyrir að það fæðist einstaklingur með mjög alvarlega sjúkdóma,“ segir Þórir Harðarson, meðeigandi stofunnar. Landsspítalinn mun koma að slíkum greiningum. Þetta er í fyrsta sinn sem samkeppni er á frjósemismarkaði á Íslandi en hingað til hefur aðeins einn aðili boðið upp á þjónustuna hérlendis. Þórir segir einokun á markaði aldrei af hinu góða. „Bara eins og með hvaða bransa sem er. Það er mikilvægt að það sé annar valkostur og við ætlum að vera með örlítið aðrar áherslur,“ segir hann. „Okkur fannst mikilvægt að vera með annan valkost.“ Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Frjósemisstofan Sunna var formlega opnuð í gær þegar heilbrigðisráðherra fékk leiðsögn um svæðið en starfsemi er þegar hafin og aðsókn í þjónustuna töluverð. „Hún hefur verið mjög góð, vonum framar verð ég að segja. Við vissum náttúrulega ekkert á hverju við áttum von en talsvert áður en við opnuðum voru tugir manna búnir að hafa samband og óskað eftir þjónustu,“ segir Ingunn Jónsdóttir, meðeigandi Sunnu, í samtali við fréttastofu. Fyrsta fósturvísisgreiningin hérlendis Frjósemisstofan mun meðal annars bjóða upp á fósturvísisgreiningar sem þau segja að hafi hingað til ekki verið í boði hér á landi. Um er að ræða greiningu þar sem meðal annars er reynt að auka líkurnar á þungun. „Hins vegar getur maður líka notað þessa tækni til að greina sjúkdóma. Ef að par eða einstaklingur er með arfgenga sjúkdóma getur maður tekið lífssýni og komið í veg fyrir að það fæðist einstaklingur með mjög alvarlega sjúkdóma,“ segir Þórir Harðarson, meðeigandi stofunnar. Landsspítalinn mun koma að slíkum greiningum. Þetta er í fyrsta sinn sem samkeppni er á frjósemismarkaði á Íslandi en hingað til hefur aðeins einn aðili boðið upp á þjónustuna hérlendis. Þórir segir einokun á markaði aldrei af hinu góða. „Bara eins og með hvaða bransa sem er. Það er mikilvægt að það sé annar valkostur og við ætlum að vera með örlítið aðrar áherslur,“ segir hann. „Okkur fannst mikilvægt að vera með annan valkost.“
Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira