Handbolti

Elvar skoraði sex þegar Melsun­gen fór á toppinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Elvar Örn Jónsson skoraði sex í dag
Elvar Örn Jónsson skoraði sex í dag Getty/Swen Pförtner

Melsungen tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag þegar liðið lagði þáverandi topplið Füch­se Berlín, 33-31.

Elv­ar Örn Jóns­son var öflugur í liði Melsungen. Hann varð næst markahæstur sinna manna með sex mörk en hinn Íslendingurinn í herbúðum Melsungen, Arn­ar Freyr Arn­ars­son, var markalaus að þessu sinni.

Með sigrinum fór Melsungen á toppinn með tólf stig en í þéttum pakka í 2. - 6. sæti eru Burgsdorf, Füch­se Berlín, Rhein-Neckar Löwen og Gum­mers­bach öll með tíu stig, en Burgsdorf á leiktil góða á hin liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×