Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:08 Þórdís Kolbrún, Sigmundur Davíð og Jakob Frímann búa á höfuðborgarsvæðinu og hafa öll gert í lengri tíma. Þau þiggja öll lögbundnar greiðslur ætlaðar landsbyggðarþingmönnum sem þurfa að sækja þing í Reykjavík. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent