Óásættanleg staða fyrir fimleikadeild Keflavíkur: Loforð svikin og framtíð starfseminnar í hættu Berglind Ragnarsdóttir skrifar 19. október 2024 07:02 Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Reykjanesbær Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun