Nú á lýðræðið næsta leik Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. október 2024 07:45 Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun