Ægir: Hinn klassíski liðssigur Árni Jóhannsson skrifar 17. október 2024 21:18 Ægir Þór leiddi sína menn í gegnum ÍR verkefnið eins og herforingi. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið. „Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“ Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
„Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“
Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31