Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2024 16:23 Tómas A. Tómasson á nóg inni og er að lifa æskudrauminn. vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. „Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent