Neyðarástand - úrbætur strax Sigrún Hulda Steingrímsdóttir skrifar 17. október 2024 10:16 Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun