„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 11:54 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við. Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við.
Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02
Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent