Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2024 10:36 Nú er verið að ákveða hverjir taka við ráðuneytum þeirra, Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga Gubrandssonar og Bjarkeyjar Olsen, í starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningar. Vísir/Villi Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. Ráðherrar Vinstri grænna pökkuðu saman á skrifstofum sínum í ráðuneytunum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar sagði þá liggja beinast við að ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tækju við ráðuneytum sem heyrðu undir VG. Ákvörðun liggi væntanlega fyrir í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu eru formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að funda um hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna í starfsstjórn sem situr þar til búið er að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar sem fara fram þann 30. nóvember. Þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum hefur verið boðaður klukkan eitt en þar verður samkvæmt heimildum fréttastofu greint frá því hverjir taka við ráðuneytum VG. Talið er líklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra taki við innviðaráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur en hún tók við af honum í ráðuneytinu í vor þegar Katrín Jakobsdóttir sagði af sér ráðherraembætti til að fara í forsetaframboð. Ríkisstjórnarfundur hefur svo verið boðaður klukkan fjögur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að boðað verði boðað til ríkisráðsfundar með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum sem færi þá fram síðar í dag eða á morgun. Á ríkisráðsfundi er ráðherraskipan í nýrri starfsstjórn tilkynnt en á fundinum þurfa ráðherrar Vinstri grænna formlega að skila inn umboði sínu. Eftir það tekur við starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Ráðherrar Vinstri grænna pökkuðu saman á skrifstofum sínum í ráðuneytunum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar sagði þá liggja beinast við að ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tækju við ráðuneytum sem heyrðu undir VG. Ákvörðun liggi væntanlega fyrir í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu eru formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að funda um hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna í starfsstjórn sem situr þar til búið er að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar sem fara fram þann 30. nóvember. Þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum hefur verið boðaður klukkan eitt en þar verður samkvæmt heimildum fréttastofu greint frá því hverjir taka við ráðuneytum VG. Talið er líklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra taki við innviðaráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur en hún tók við af honum í ráðuneytinu í vor þegar Katrín Jakobsdóttir sagði af sér ráðherraembætti til að fara í forsetaframboð. Ríkisstjórnarfundur hefur svo verið boðaður klukkan fjögur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að boðað verði boðað til ríkisráðsfundar með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum sem færi þá fram síðar í dag eða á morgun. Á ríkisráðsfundi er ráðherraskipan í nýrri starfsstjórn tilkynnt en á fundinum þurfa ráðherrar Vinstri grænna formlega að skila inn umboði sínu. Eftir það tekur við starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira