„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 21:42 Svandís Svavarsdóttir birti þessa mynd með færslu sinni á slaginu klukkan 17 í dag. Hálftíma síðar var búið að fylla fjölda kassa á skrifstofu hennar í innviðaráðuneytinu. Vinstri græn Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands féllst í dag á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að rjúfa þing. Þá féllst hún á lausnarbeiðni fyrir Bjarna og ríkisstjórn sína. Bað Halla í framhaldinu ríkisstjórn um að starfa áfram sem starfsstjórn. Á það hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fallist en Vinstri græn hafnað. Svandís svaraði ekki símtölum fréttastofu í dag. Hún hafði áður viðrað það að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar fram að kosningum. Ljóst var að Svandís og VG hugnaðist ekki frekara samstarf við Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar eftir sjö ára samstarf, lengst af undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Fréttastofu bárust ábendingar upp úr hádegi í dag þess efnis að Svandís væri byrjuð að taka saman á skrifstofu sinni í innviðaráðuneytinu. Fréttastofa hringdi þrjú símtöl í Iðunni Garðarsdóttur og Kára Gautason, aðstoðarmenn Svandísar sem innviðaráðherra. Þau sögðu bæði ekkert hæft í því. Um væri að ræða falsfrétt og þvælu, eins og Kári komst að orði, og Iðunn sagði ekkert slíkt ákveðið. Málin myndu skýrast á næstu dögum. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason hafa staðið vaktina sem aðstoðarmenn Svandísar undanfarin ár.Stjr Halla forseti sagðist aðspurð á fimmta tímanum í dag ekki geta svarað því hvort Vinstri græn yrðu í starfsstjórninni sem hún hefði beðið ríkisstjórnina að mynda. Um það leyti sem Bjarni sleppti orðinu í viðtali á Bessastöðum þar sem hann sagðist ekki trúa því að Vinstri græn yrðu ekki hluti af starfsstjórninni birti Svandís Facebook-færslu. Klukkan sló fimm og sagði Svandís í tvö hundruð orða færslu að VG yrði ekki hluti af starfsstjórn. Hálfri klukkustund síðar mætti fréttamaður RÚV í innviðaráðuneytið og tók viðtal við Svandísi. Eins og sjá mátti í kvöldfréttum RÚV var skrifstofa Svandísar svo gott sem tóm. Mikið verk hafði verið unnið á skömmum tíma, búið að fylla marga kassa og hreinsa úr hillum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, mætti í myndver í kvöldfréttir Stöðvar 2. Þar sagði hann þingflokk VG hafa ákveðið að taka ekki þátt í frekara samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafnaði því að flokkurinn væri að bregðast skyldum sínum með því að stíga frá borði. Hann var einnig spurður að því hvort hann væri búinn að tæma skrifstofu sína í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða hvort það yrði fyrsta verk á morgun. Guðmundur Ingi hló og sagði skrifstofuna fulla af kössum. Hann væri á leiðinni þangað aftur til að klára að tæma og því ljóst að Vinstri græn hafa hraðar hendur þegar kemur að því að skapa rými fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sagt eðlilegt að fylli í skarð fráfarandi ráðherra Vinstri grænna. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20 Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21 „Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands féllst í dag á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að rjúfa þing. Þá féllst hún á lausnarbeiðni fyrir Bjarna og ríkisstjórn sína. Bað Halla í framhaldinu ríkisstjórn um að starfa áfram sem starfsstjórn. Á það hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fallist en Vinstri græn hafnað. Svandís svaraði ekki símtölum fréttastofu í dag. Hún hafði áður viðrað það að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar fram að kosningum. Ljóst var að Svandís og VG hugnaðist ekki frekara samstarf við Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar eftir sjö ára samstarf, lengst af undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Fréttastofu bárust ábendingar upp úr hádegi í dag þess efnis að Svandís væri byrjuð að taka saman á skrifstofu sinni í innviðaráðuneytinu. Fréttastofa hringdi þrjú símtöl í Iðunni Garðarsdóttur og Kára Gautason, aðstoðarmenn Svandísar sem innviðaráðherra. Þau sögðu bæði ekkert hæft í því. Um væri að ræða falsfrétt og þvælu, eins og Kári komst að orði, og Iðunn sagði ekkert slíkt ákveðið. Málin myndu skýrast á næstu dögum. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason hafa staðið vaktina sem aðstoðarmenn Svandísar undanfarin ár.Stjr Halla forseti sagðist aðspurð á fimmta tímanum í dag ekki geta svarað því hvort Vinstri græn yrðu í starfsstjórninni sem hún hefði beðið ríkisstjórnina að mynda. Um það leyti sem Bjarni sleppti orðinu í viðtali á Bessastöðum þar sem hann sagðist ekki trúa því að Vinstri græn yrðu ekki hluti af starfsstjórninni birti Svandís Facebook-færslu. Klukkan sló fimm og sagði Svandís í tvö hundruð orða færslu að VG yrði ekki hluti af starfsstjórn. Hálfri klukkustund síðar mætti fréttamaður RÚV í innviðaráðuneytið og tók viðtal við Svandísi. Eins og sjá mátti í kvöldfréttum RÚV var skrifstofa Svandísar svo gott sem tóm. Mikið verk hafði verið unnið á skömmum tíma, búið að fylla marga kassa og hreinsa úr hillum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, mætti í myndver í kvöldfréttir Stöðvar 2. Þar sagði hann þingflokk VG hafa ákveðið að taka ekki þátt í frekara samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafnaði því að flokkurinn væri að bregðast skyldum sínum með því að stíga frá borði. Hann var einnig spurður að því hvort hann væri búinn að tæma skrifstofu sína í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða hvort það yrði fyrsta verk á morgun. Guðmundur Ingi hló og sagði skrifstofuna fulla af kössum. Hann væri á leiðinni þangað aftur til að klára að tæma og því ljóst að Vinstri græn hafa hraðar hendur þegar kemur að því að skapa rými fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sagt eðlilegt að fylli í skarð fráfarandi ráðherra Vinstri grænna.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20 Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21 „Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20
Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21
„Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59
„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?