Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana Guðni Freyr Öfjörð skrifar 15. október 2024 15:00 Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til þeirra vil ég segja: Þökk sé EES-samningnum og Schengen-samstarfinu hefur velferð og efnahagur Íslands blómstrað frá því að við gerðum þessa samninga. Einnig, hvaða hagsmuni eruð þið að reyna að vernda? Allavega ekki hagsmuni þjóðarinnar. Fortíðarþráhyggja þessara manna er algjör og skín í gegn. Efnahagslegir ávinningar og áhrif á fyrirtæki og neytendur EES-samningurinn hefur haft fjölmarga jákvæða þætti í för með sér fyrir Ísland. Með samningnum hefur landið fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins sem hefur skapað mikla möguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Fyrirtæki eins og Marel og Össur hafa vaxið og dafnað vegna þessa aðgangs. Árlegur efnahagslegur ávinningur er áætlaður um 52 milljarðar króna, sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Aukinn innflutningur og samkeppni frá erlendum fyrirtækjum hefur stuðlað að lægra vöruverði og fjölbreyttara vöruúrvali fyrir neytendur, sem bætir lífsgæði almennings. Frjáls verslun með vörur og þjónustu innan EES hefur opnað stóran markað með yfir 500 milljón neytendum og aukið útflutning og tekjur. Innleiðing evrópskra reglugerða hefur einfaldað viðskipti og dregið úr einangrun, sem gerir íslenskt efnahagslíf sveigjanlegra gagnvart utanaðkomandi áföllum. Áhrif á heilbrigðis- og velferðarkerfið ásamt félagslegum þáttum Samningurinn hefur gert öryrkjum og ellilífeyrisþegum kleift að nýta sér heilbrigðis- og velferðarþjónustu í öðrum löndum innan EES-svæðisins í gegnum evrópska sjúkratryggingakerfið. Þetta þýðir að þeir hafa meira aðgengi að sérhæfðri þjónustu, sem oft getur verið takmörkuð hér heima. Þeir geta einnig búið í öðrum Evrópulöndum og fengið þar full réttindi án þess að missa þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér á Íslandi. Með öðrum orðum, án EES-samningsins gætu öryrkjar og ellilífeyrisþegar ekki fengið bætur frá Íslandi. Nemendur hafa einnig fengið ýmis tækifæri með samningnum. Hann hefur opnað dyr fyrir þá til að taka þátt í Erasmus+ og öðrum menntaáætlunum, sem gerir þeim kleift að fara í nám, starfsnám og starfsþjálfun í Evrópu. Þetta eykur ekki bara menntun þeirra, heldur bætir tungumálakunnáttu og eykur menningarlega reynslu. EES-samningurinn auðveldar einnig námsaðstoð fyrir þá sem hafa sérþarfir, sem skapar jafnan aðgang að námi í Evrópu. EES-samningurinn tryggir frjálsa för fólks milli aðildarríkja, sem auðveldar íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum að sækja sér nám og störf erlendis, auk þess sem samningurinn laðar erlenda heilbrigðisstarfsmenn til landsins. Þetta hefur leitt til aukinnar fagþekkingar og betri þjónustu fyrir landsmenn. Ísland tekur einnig þátt í evrópskum rannsóknum og samstarfsverkefnum á sviði heilbrigðis og velferðar, sem eykur möguleika á nýsköpun og þróun nýrra meðferða. Fjölbreytni í verslun og þjónustu Samningurinn hefur gert fjölmörgum erlendum verslunum kleift að koma inn á íslenskan markað, eins og Costco og Nettó, og þar með aukið aðgengi að vörum frá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta hefur leitt til lægra vöruverðs og fjölbreyttari vörulista í íslenskum verslunum. EES samningurinn veitir líka aðgang að mörgum erlendum netverslunum. Spurningar til gagnrýnenda EES-samningsins Það er mikilvægt að átta sig á því að verslanir eins og Costco, Prís og allar verslanir Samkaupa væru ekki til staðar á Íslandi án EES-samningsins. Hann hefur áhrif á nánast öll fyrirtæki í landinu, birgja, heildsala, heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur, Anton Sveinn, Jón Gunnarsson og aðrir í Miðflokknum: Viljið þið að þúsundir Íslendinga missi réttindi sín, bæði hér og erlendis? Er það ykkar vilji að verslanir á borð við Bónus, Krónuna, Nettó, Prís, Costco, Hagkaup og fleiri neyðist til að loka eða hætti að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval? Viljið þið takmarka aðgang Íslendinga að símtækjum, raftækjum, tölvum, bílum, varahlutum, hjólum, rafmagnshlaupahjólum, fatnaði, snyrtivörum, hreingerningarvörum og matvörum? Viljið þið svipta Íslendinga sem búa erlendis réttindum sínum, eins og örorkubótum og ellilífeyri, og hindra möguleika þeirra sem stunda nám í Evrópu? Viljið þið svipta landsmenn aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Og hvað með heilbrigðiskerfið? Hvernig ætlið þið að tryggja okkur heilbrigðisþjónustu ef við missum helming starfsfólks úr landi? Viljið þið skapa skort á læknisvörum? Eða að þúsundir iðnaðarmanna, verktaka og fólks sem byggir upp innviði hér á landi missi vinnuna? EES-samningurinn er ekki bara mikilvægur; hann er lífsnauðsyn. Þetta er ekkert nýtt fyrir popúlista; þeir hafa tilhneigingu til að vekja ótta almennings með hræðsluáróðri og ógnarstjórnmálum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfa framtíðarsýn með viðeigandi lausnum grípa þeir til einfaldra lausna á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki og veikja stöðu þjóða. Popúlisminn er auðþekkjanlegur, ekki aðeins fyrir hræðsluáróðurinn, heldur einnig vegna þess hvernig hann einblínir á einföldun. Með því að einfalda raunveruleikann svo mikið að hann verður óraunsær, með því að koma með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki. Það er grundvallaratriði að láta ekki blekkjast af þessum gömlu brögðum popúlistanna. Við þurfum að standa vörð um EES-samninginn og önnur mikilvæg málefni sem hafa reynst Íslandi vel. Popúlískir stjórnmálamenn hafa einnig reynst vera snjallir í því að fá kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með því að koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem ekki standast raunveruleikann Við verðum að standa vörð um hluti sem tryggja velferð okkar og framtíð. Látum ekki popúlíska stjórnmálamenn draga okkur aftur í fornaldir. Niðurstaða EES-samningurinn hefur verið Íslandi til mikilla hagsbóta á mörgum sviðum. Hann hefur stutt við efnahagslegan vöxt, aukið möguleika fyrirtækja, bætt aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og auðveldað neytendum aðgengi að fjölbreyttari vörum og þjónustu. EES-samningurinn er ein af ástæðum þess að Ísland er eitt ríkasta land í Evrópu. Að íhuga að endurskoða eða hætta við þennan samning er skref aftur á bak sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir velferð, fyrirtæki, neytendur og efnahag Íslands. Áframhaldandi alþjóðasamstarf er lykilatriði fyrir íslensku þjóðina til að missa ekki niður þá velferð sem við höfum haft svo mikið fyrir að byggja upp. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Guðni Freyr Öfjörð Verslun Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til þeirra vil ég segja: Þökk sé EES-samningnum og Schengen-samstarfinu hefur velferð og efnahagur Íslands blómstrað frá því að við gerðum þessa samninga. Einnig, hvaða hagsmuni eruð þið að reyna að vernda? Allavega ekki hagsmuni þjóðarinnar. Fortíðarþráhyggja þessara manna er algjör og skín í gegn. Efnahagslegir ávinningar og áhrif á fyrirtæki og neytendur EES-samningurinn hefur haft fjölmarga jákvæða þætti í för með sér fyrir Ísland. Með samningnum hefur landið fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins sem hefur skapað mikla möguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Fyrirtæki eins og Marel og Össur hafa vaxið og dafnað vegna þessa aðgangs. Árlegur efnahagslegur ávinningur er áætlaður um 52 milljarðar króna, sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Aukinn innflutningur og samkeppni frá erlendum fyrirtækjum hefur stuðlað að lægra vöruverði og fjölbreyttara vöruúrvali fyrir neytendur, sem bætir lífsgæði almennings. Frjáls verslun með vörur og þjónustu innan EES hefur opnað stóran markað með yfir 500 milljón neytendum og aukið útflutning og tekjur. Innleiðing evrópskra reglugerða hefur einfaldað viðskipti og dregið úr einangrun, sem gerir íslenskt efnahagslíf sveigjanlegra gagnvart utanaðkomandi áföllum. Áhrif á heilbrigðis- og velferðarkerfið ásamt félagslegum þáttum Samningurinn hefur gert öryrkjum og ellilífeyrisþegum kleift að nýta sér heilbrigðis- og velferðarþjónustu í öðrum löndum innan EES-svæðisins í gegnum evrópska sjúkratryggingakerfið. Þetta þýðir að þeir hafa meira aðgengi að sérhæfðri þjónustu, sem oft getur verið takmörkuð hér heima. Þeir geta einnig búið í öðrum Evrópulöndum og fengið þar full réttindi án þess að missa þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér á Íslandi. Með öðrum orðum, án EES-samningsins gætu öryrkjar og ellilífeyrisþegar ekki fengið bætur frá Íslandi. Nemendur hafa einnig fengið ýmis tækifæri með samningnum. Hann hefur opnað dyr fyrir þá til að taka þátt í Erasmus+ og öðrum menntaáætlunum, sem gerir þeim kleift að fara í nám, starfsnám og starfsþjálfun í Evrópu. Þetta eykur ekki bara menntun þeirra, heldur bætir tungumálakunnáttu og eykur menningarlega reynslu. EES-samningurinn auðveldar einnig námsaðstoð fyrir þá sem hafa sérþarfir, sem skapar jafnan aðgang að námi í Evrópu. EES-samningurinn tryggir frjálsa för fólks milli aðildarríkja, sem auðveldar íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum að sækja sér nám og störf erlendis, auk þess sem samningurinn laðar erlenda heilbrigðisstarfsmenn til landsins. Þetta hefur leitt til aukinnar fagþekkingar og betri þjónustu fyrir landsmenn. Ísland tekur einnig þátt í evrópskum rannsóknum og samstarfsverkefnum á sviði heilbrigðis og velferðar, sem eykur möguleika á nýsköpun og þróun nýrra meðferða. Fjölbreytni í verslun og þjónustu Samningurinn hefur gert fjölmörgum erlendum verslunum kleift að koma inn á íslenskan markað, eins og Costco og Nettó, og þar með aukið aðgengi að vörum frá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta hefur leitt til lægra vöruverðs og fjölbreyttari vörulista í íslenskum verslunum. EES samningurinn veitir líka aðgang að mörgum erlendum netverslunum. Spurningar til gagnrýnenda EES-samningsins Það er mikilvægt að átta sig á því að verslanir eins og Costco, Prís og allar verslanir Samkaupa væru ekki til staðar á Íslandi án EES-samningsins. Hann hefur áhrif á nánast öll fyrirtæki í landinu, birgja, heildsala, heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur, Anton Sveinn, Jón Gunnarsson og aðrir í Miðflokknum: Viljið þið að þúsundir Íslendinga missi réttindi sín, bæði hér og erlendis? Er það ykkar vilji að verslanir á borð við Bónus, Krónuna, Nettó, Prís, Costco, Hagkaup og fleiri neyðist til að loka eða hætti að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval? Viljið þið takmarka aðgang Íslendinga að símtækjum, raftækjum, tölvum, bílum, varahlutum, hjólum, rafmagnshlaupahjólum, fatnaði, snyrtivörum, hreingerningarvörum og matvörum? Viljið þið svipta Íslendinga sem búa erlendis réttindum sínum, eins og örorkubótum og ellilífeyri, og hindra möguleika þeirra sem stunda nám í Evrópu? Viljið þið svipta landsmenn aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Og hvað með heilbrigðiskerfið? Hvernig ætlið þið að tryggja okkur heilbrigðisþjónustu ef við missum helming starfsfólks úr landi? Viljið þið skapa skort á læknisvörum? Eða að þúsundir iðnaðarmanna, verktaka og fólks sem byggir upp innviði hér á landi missi vinnuna? EES-samningurinn er ekki bara mikilvægur; hann er lífsnauðsyn. Þetta er ekkert nýtt fyrir popúlista; þeir hafa tilhneigingu til að vekja ótta almennings með hræðsluáróðri og ógnarstjórnmálum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfa framtíðarsýn með viðeigandi lausnum grípa þeir til einfaldra lausna á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki og veikja stöðu þjóða. Popúlisminn er auðþekkjanlegur, ekki aðeins fyrir hræðsluáróðurinn, heldur einnig vegna þess hvernig hann einblínir á einföldun. Með því að einfalda raunveruleikann svo mikið að hann verður óraunsær, með því að koma með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki. Það er grundvallaratriði að láta ekki blekkjast af þessum gömlu brögðum popúlistanna. Við þurfum að standa vörð um EES-samninginn og önnur mikilvæg málefni sem hafa reynst Íslandi vel. Popúlískir stjórnmálamenn hafa einnig reynst vera snjallir í því að fá kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með því að koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem ekki standast raunveruleikann Við verðum að standa vörð um hluti sem tryggja velferð okkar og framtíð. Látum ekki popúlíska stjórnmálamenn draga okkur aftur í fornaldir. Niðurstaða EES-samningurinn hefur verið Íslandi til mikilla hagsbóta á mörgum sviðum. Hann hefur stutt við efnahagslegan vöxt, aukið möguleika fyrirtækja, bætt aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og auðveldað neytendum aðgengi að fjölbreyttari vörum og þjónustu. EES-samningurinn er ein af ástæðum þess að Ísland er eitt ríkasta land í Evrópu. Að íhuga að endurskoða eða hætta við þennan samning er skref aftur á bak sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir velferð, fyrirtæki, neytendur og efnahag Íslands. Áframhaldandi alþjóðasamstarf er lykilatriði fyrir íslensku þjóðina til að missa ekki niður þá velferð sem við höfum haft svo mikið fyrir að byggja upp. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun