Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir skrifar 15. október 2024 10:01 Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun