Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2024 13:21 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Ólafur bendir á að flokkarnir hafi í aðdraganda ákvörðunarinnar og um langt skeið verið að mælast illa í skoðanakönnunum. „Sigurður Ingi sagðist vilja halda áfram og að hann hefði talið líkur á því að efnahagurinn færi batnandi og að stjórnarflokkarnir myndu þá njóta þess,“ segir Ólafur sem bendir á að tónninn hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG hafi verið öllu harðari. „Vinstri græn höfðu lýst því yfir að þau vildu kosningar í vor og að þau vildu ekki halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi. Það er nú það sem mönnum hefur sýnst að væri helsta ráðið fyrir Vinstri græn að reyna að endurnýja þá ímynd að þeir séu alvöru vinstri sósíalistaflokkur. Það hentar þeim ágætlega að vera í svolitlum slag við Sjálfstæðisflokkinn upp á það að gera,“ segir Ólafur. Líkt og greint hefur verið frá, lagði Bjarni það til á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja áfram fram að kosningum en á þessari stundu er óljóst hvernig sú hugmynd leggst í formenn VG og Framsóknar. Enn opin spurning hvað Svandís vill gera „Já það er ljóst að þessi einhliða ákvörðun Bjarna kom Svandísi og Sigurði á óvart og þau eru greinilega ekki ánægð með hana. Hins vegar er það að ýmsu leyti þægilegast að stjórnin sitji bara áfram, fram að kosningum og mér hefur nú heyrst að Sigurður Ingi sé að minnsta kosti tilbúinn í það en það en það er hins vegar opin spurning hvað Svandís vill gera.“ En hvaða aðrir kostir eru í stöðunni? Ef við gefum okkur þá sviðsmynd að Svandís segði nei, hvað yrði þá í boði? „Það er náttúrulega hugsanlegt að það verði mynduð minnihlutastjórn eða til dæmis stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram að kosningum, stundum hefur það verið, til að mynda gerðist það árið 1979 þegar vinstri stjórn sprakk. […] En þá myndaði Alþýðuflokkurinn minnihlutastjórn. Það tók eina tvo mánuði að mynda ríkisstjórn áður en stjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat þann tíma.“ Gæti dregið til meiriháttar tíðinda í íslenskum stjórnmálum Ólafur telur að það sé ekki ráðlegt að bera fram spádóma um næstu skref en segist þó telja að líklegast sé að það verði kosið 30. nóvember. „Þetta verður mjög spennandi. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við kannanir þá verða þetta meiriháttar tíðindi í íslenskum stjórnmálum en hins vegar getur margt breyst á þessum sex vikum sem eru til kosninga. Fylgið getur breyst verulega á þeim tíma.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ólafur bendir á að flokkarnir hafi í aðdraganda ákvörðunarinnar og um langt skeið verið að mælast illa í skoðanakönnunum. „Sigurður Ingi sagðist vilja halda áfram og að hann hefði talið líkur á því að efnahagurinn færi batnandi og að stjórnarflokkarnir myndu þá njóta þess,“ segir Ólafur sem bendir á að tónninn hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG hafi verið öllu harðari. „Vinstri græn höfðu lýst því yfir að þau vildu kosningar í vor og að þau vildu ekki halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi. Það er nú það sem mönnum hefur sýnst að væri helsta ráðið fyrir Vinstri græn að reyna að endurnýja þá ímynd að þeir séu alvöru vinstri sósíalistaflokkur. Það hentar þeim ágætlega að vera í svolitlum slag við Sjálfstæðisflokkinn upp á það að gera,“ segir Ólafur. Líkt og greint hefur verið frá, lagði Bjarni það til á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja áfram fram að kosningum en á þessari stundu er óljóst hvernig sú hugmynd leggst í formenn VG og Framsóknar. Enn opin spurning hvað Svandís vill gera „Já það er ljóst að þessi einhliða ákvörðun Bjarna kom Svandísi og Sigurði á óvart og þau eru greinilega ekki ánægð með hana. Hins vegar er það að ýmsu leyti þægilegast að stjórnin sitji bara áfram, fram að kosningum og mér hefur nú heyrst að Sigurður Ingi sé að minnsta kosti tilbúinn í það en það en það er hins vegar opin spurning hvað Svandís vill gera.“ En hvaða aðrir kostir eru í stöðunni? Ef við gefum okkur þá sviðsmynd að Svandís segði nei, hvað yrði þá í boði? „Það er náttúrulega hugsanlegt að það verði mynduð minnihlutastjórn eða til dæmis stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram að kosningum, stundum hefur það verið, til að mynda gerðist það árið 1979 þegar vinstri stjórn sprakk. […] En þá myndaði Alþýðuflokkurinn minnihlutastjórn. Það tók eina tvo mánuði að mynda ríkisstjórn áður en stjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat þann tíma.“ Gæti dregið til meiriháttar tíðinda í íslenskum stjórnmálum Ólafur telur að það sé ekki ráðlegt að bera fram spádóma um næstu skref en segist þó telja að líklegast sé að það verði kosið 30. nóvember. „Þetta verður mjög spennandi. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við kannanir þá verða þetta meiriháttar tíðindi í íslenskum stjórnmálum en hins vegar getur margt breyst á þessum sex vikum sem eru til kosninga. Fylgið getur breyst verulega á þeim tíma.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26
Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?