Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 12:22 Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10
Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01