Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:50 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins og útilokar ekki verkföll í fleiri skólum. Vísir/Bjarni „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“ Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira