Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 16:37 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alla stjórnmálamenn og -flokka ávallt eiga að vera tilbúna í kosningar. Hún vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn í kosningar. „Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent