Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 16:37 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alla stjórnmálamenn og -flokka ávallt eiga að vera tilbúna í kosningar. Hún vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn í kosningar. „Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
„Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03