„Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2024 12:06 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stöð 2/Sigurjón Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur. Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur.
Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira