„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 11:32 Svandís Svavarsdóttir segist standa með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira